Eru alþjóðleg gildi mannréttinda raunhæf í heimi sem einkennist af ólíkri menningu?

Þessi spurning er skiljanleg í ljósi þess menningarlega fjölbreytileika sem í heiminum ríkir. Margir telja að ógerlegt sé að komast að sameiginlegum gildum um mannréttindi þar sem gildi eru jafn ólík og þjóðir heimsins eru margar.

Þrátt fyrir þetta er staðreyndin sú að flest ríki heims virða mannréttindaleg gildi og viljinn til að komast að samkomulagi um mannréttindi er mikill sem sést einna best í samningum eins og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eins er víst að þrátt fyrir að menningarheimar séu í mörgu ólíkir þá má finna ákveðin grunngildi sem hvert ríki þekkir. Þessi sameiginlegu gildi eru þau sem leggja grunninn að alþjóðlegri samvinnu, eins og þeirri sem á sér stað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Þegar ríki eru gerð ábyrg fyrir virðingu og varðveislu mannréttinda er því ekki verið að þrýsta utanaðkomandi gildum sem eru viðkomandi ríki óskiljanleg. Heldur er í raun verið að nýta alþjóðleg gildi, sem reist eru á grunni sameiginlegrar visku og þekkingu allra ríkja.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16