Mannréttindafulltrúi Sameinuđu ţjóđanna

Ađalskrifstofur Mannréttindaráđsins hafa jafnan veriđ til húsa í Ţjóđabandalags-höllinni í Genf í Sviss en einnig var fjallađ um ýmsa ţćtti ţeirra á skrifstofu framkvćmdastjórans í New York. Áriđ 1993 var sett á laggirnar sérstakt embćtti mannréttindafulltrúa Sameinuđu ţjóđanna, er kallast High Commissioner for Human Rights – ţví embćtti gegnir nú Seid bin Ra‘ad Seid al-Hussein en hann tók viđ störfum 1. september 2014.

Mannréttindafulltrúinn er skipađur af framkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna međ samţykki Allsherjarţingsins og heyrir í reynd undir ţrjár stofnanir, ţingiđ, efnahags- og félagsmálaráđiđ (ECOSOC) og ađalritarann. Međ tilkomu ţessa embćttis var skrifstofan í Genf sett undir ţađ og ákveđiđ, ađ fulltrúinn skyldi ţjónusta allar eftirlits- og kćrunefndirnar sem settar hafa veriđ á stofn á grundvelli alţjóđasamninganna.

Skipan Seid bin Ra‘ad Seid al-Hussein sem Mannréttindafulltrúa Sameinuđu ţjóđanna var samţykkt af Allsherjarţinginu ţann 16. júní 2014. Hann tók viđ embćttinu 1. september sama ár.

Seid bin Ra‘ad Seid al-Hussein fćddist í Amman í Jórdaníu. Fađir hans er jórdanskur en móđirin sćnsk. Hann stundađi m.a. nám viđ Reed‘s skólann í Surrey og viđ Johns Hopkins Háskólann í Bandaríkjunum ţar sem hann lauk BA prófi 1987. Hann lauk síđan doktorsprófi í heimspeki frá Cambridge háskóla 1993. Hann var fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuđu ţjóđunum í New York, fyrst frá 2000 til 2007 og síđan frá september 2010 til júlí 2014. Í millitíđinni gegndi hann embćtti sendiherra Jórdaníu í Bandaríkjunum. Í janúar 2014 var hann kjörinn formađur Öryggisráđs Sţ og leiddi nefndir innan ráđsins.

Zeid’s hefur víđtćka ţekkingu á alţjóđarefsilöggjöf, alţjóđalögum, Friđargćslu Sţ, friđarviđrćđum og uppbyggingu eftir stríđsátök, alţjóđlegri ţróunarsamvinnu, og baráttu gegn kjarnorku hryđjuverkum. Hann gegndi stóru hlutverki viđ stofnsetningu Alţjóđa Glćpadómstólsins, leiddi hinar flóknu samningaviđrćđur varđandi viđmiđ viđ skilgreiningu brota, svo sem ţjóđarmorđa, glćpa gegn mannkyni og stríđsglćpa. Dómstólar um allan heim leggja nú ţessi viđmiđ til grundvallar.

Í september 2002 var Zeid kosinn fyrsti forseti fulltrúaráđs ríkja sem eru ađilar ađ stofnsáttmála Alţjóđaglćpadómsins.  Á ţeim tíma var dómstóllinn ađeins til á pappír en á nćstu ţremur árum sá Zeid um ráđningu 18 dómara, skipulagđi val á dómstjóra og skipan fyrsta ađalsaksóknara dómstólsins. Ţannig kom hann virkri stofnun á laggirnar ţrátt fyrir ţröngan fjárhag og gagnrýni leiđandi ríkja á dómstólinn.

Zeid hefur mikla ţekkingu á Friđargćslu Sţ og var međal annars ráđgjafi Ađalritara um kynferđislega misneytingu og ofbeldi. Áriđ 2005 setti hann fram fyrstu heildrćnu ađgerđaáćtlunina varđandi kynferđislega misneytingu og ofbeldi í Friđargćslunni og ţótti hún afar byltingarkennd. Áriđ 2012 valdi Ađalritari Sţ, Ban Ki Moon, Zeid sem einn af fimm sérfrćđingum í „nefnd ađalráđgjafa (Senior Advisory Group)“ varđandi greiđslur til ríkja sem leggja fram friđargćsluliđa.

Zeid leiddi einnig ráđgjafahóp UNIFEM og skuldbatt sig nýlega sem Geneva Gender Champion, sem felur í sér ađ vinna ađ jafnrétti kynjanna innan mannréttakerfis Sţ og á alţjóđavísu.

Ţann 14. júní 2014 var Zeid skipađur heiđursdoktor í lögum viđ Lagastofnun Suđur Kaliforníu fyrir störf sín ađ alţjóđalögum.

Zeid situr í ráđgjafanefnd “The Institute for Historical Justice and Reconciliation” í Haag og ráđgjafaráđi “The Auschwitz Institute for Peace and Reconciliation”, “International Peace Institute” og skýrslugerđarnefnd Öryggisráđs Sţ. Hann hefur og veriđ heiđursfélagi í ráđgjafanefnd Miđstöđvar Alţjóđamála viđ Háskólann í New York og međlimur í ráđgjafanefnd Alţjóđa Siđfrćđistofnunarinnar o.fl.

Zeid er giftur Sarah Zeid prinsessu og eiga ţau tvćr dćtur og einn son. 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16