Vill refsa fyrir hatursáróđur

Margrét Steinarsdóttir, framkvćmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir ađ gera verđi úrbćtur á núverandi lögum til ţess ađ hćgt sé ađ refsa fyrir hatursáróđur. Hún leggur međal annars til ađ refsiheimildir verđi auknar í nýsamţykktum fjölmiđlalögum.

Margrét hélt erindi á fundi innanríkisráđuneytisins í morgun sem fjallađi um hatursáróđur. Ţar benti hún á ađ ákvćđi í hegningarlögum sem bannar slíkan áróđur gegn ákveđnum hópi fólks hafi ekki virkađ sem skyldi. Í ţađ minnsta vćru dćmi um ađ ekki hafi veriđ brugđist viđ ýmsum ábendingum um ađ slíkur áróđur vćri viđhafđur, međal annars af ţví ađ viđkomandi hefđi ekki hagsmuni af málinu.

„Hvađ sem veldur ţá jafnvel ţarf ađ kveđa skýrara á um ađ ţetta ákvćđi taki til almannahagsmuna, ţađ ţurfi ekki einungis ađ vera á grundvelli kćru frá einstaklingi sem telur á sér brotiđ,“ segir Margrét. Hún vill líka auka refsiheimildir í fjölmiđlalögunum. Nú má ađeins refsa fyrir ađ hvetja til refsiverđs athćfis - viđ ţví liggja stjórnvaldssektir á fjölmiđla. Margrét bendir á ađ lagt hafi veriđ fram lagafrumvarp á Alţingi ţess efnis ađ hćgt sé ađ refsa fyrir hatursáróđur. „Og ég tel ţađ mjög mikilvćgt vegna ţess ađ ţađ eru hér fjölmiđlar sem ekki er hćgt ađ ná til í dag eins og lögin eru, en yrđi hćgt ađ bregđast viđ ef ţessi lagabreyting nćđi fram ađ ganga.“

Margrét vill líka setja sams konar lög yfir bloggsíđur og samfélagsmiđla, ţar sem fjölmiđlalögin ná ađeins til ţeirra miđla sem miđli efni til almennings og lúti ritstjórn. Hún bendir á ađ almennt hafi hatursáróđur á netinu aukist gríđarlega. „Ţannig ađ ţađ er ástćđa til ađ bregđast viđ og ţetta er litiđ mjög alvarlegum augum í löndunum í kringum okkur. Ţađ er kannski máliđ ađ hér ćtti líka ađ setja hatursáróđur í forgang, eđa viđbrögđ viđ honum, eins og gert er í löndunum í kringum okkur.“

Fréttina má lesa á ruv.is hér; http://ruv.is/frett/vill-refsa-fyrir-hatursarodur


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16