Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot)

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot), þskj. 261, 241. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið heils hugar og hvetur til lögleiðingar þess. Eins og bent er á í greinargerð með frumvarpinu hefur, samhliða framþróun tækninnar, orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því og að með auknu aðgengi og útbreiðslu barnaníðsefnis eru slík brot nú umfangsmeiri, skipulagðari og eftir atvikum grófari en áður. Því er nauðsyn að sporna við þessari þróun svo sem verða má.

Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að brot gegn gr. 210 a eða 210 b hafi ítrekunaráhrif. Tekur MRSÍ undir þau sjónarmið að tekið verði fastar á þeim sakborningum sem hafa áður verið dæmdir fyrir svo alvarleg brot.

Umsögnina í heild má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16