Tillögur ađ frumvarpi um réttindi transfólks

Nefnd sem Guđbjartur Hannesson velferđarráđherra skipađi í mars 2011 og fól ađ gera tillögur ađ úrbótum á réttarstöđu transfólks hefur lokiđ störfum og skilađ ráđherra tillögu ađ frumvarpi til laga um réttarstöđu einstaklinga međ kynáttunarvanda.  

Nefndin var skipuđ í tengslum viđ álit umbođsmanns Alţingis frá 27. apríl 2009 í máli nr. 4919/2007 ţar sem fram kom ađ réttarstađa einstaklinga međ kynáttunarvanda vćri ađ ýmsu leyti óskýr. Einnig var höfđ hliđsjón af tillögu til ţingsályktunar sem lögđ var fram á Alţingi í nóvember 2009 um bćtta réttarstöđu ţessara einstaklinga.

Í byrjun var rćtt innan nefndarinnar hvort löggjöf um réttarstöđu transfólks ćtti ađ vera í formi heildarlaga eđa hvort tryggja mćtti réttindi ţess međ breytingum á öđrum lögum, svo sem lögum um landlćkni og lýđheilsu, lögum um mannanöfn og barnalögum. Nefndin ákvađ ađ leggja fram tillögu ađ heildstćđu frumvarpi; „frumvarpi til laga um réttarstöđu einstaklinga međ kynáttunarvanda“ sem er ćtlađ ađ taka af tvímćli um ţá ţćtti sem bent hefur veriđ á ađ ţurfi ađ skýra. Í greinargerđ međ frumvarpinu sem nefndin gerir tillögu um kemur fram ađ hún hafi taliđ ţessa leiđ skýrari út frá lagatćknilegu sjónarhorni og eins vćri međ ţví lögđ áhersla á ađ ekki vćri dregin dul á stöđu ţessa hóps.

Sérfrćđinefnd um kynáttunarvanda

Í frumvarpinu er kveđiđ á um feril einstaklings međ kynáttunarvanda hvađ varđar rétt til heilbrigđisţjónustu, stjórnsýslu vegna leiđréttingar á kyni og nafnabreytingu. Gert er ráđ fyrir ađ einstaklingur leiti fyrst til teymis Landspítala um kynáttunarvanda sem hefur umsjón međ greiningu og viđurkenndri međferđ. Eftir ađ međferđ og reynslutímabili í gagnstćđu kynhlutverki lýkur, samtals 18 mánađa tímabil ađ lágmarki, og ađ uppfylltum öđrum skilyrđum, getur viđkomandi sótt um stađfestingu á ţví ađ hann tilheyri gagnstćđu kyni. Samkvćmt frumvarpinu vćri sótt um til sérfrćđinefndar um kynáttunarvanda sem hefđi ţađ hlutverk ađ stađfesta ađ viđkomandi tilheyri gagnstćđu kyni og ef viđ á, hvort hann teljist hćfur til kynleiđréttandi ađgerđar. Eftir ađ einstaklingur hefđi hlotiđ slíka stađfestingu nyti hann allra ţeirra réttinda ađ lögum sem skráđ kyn ber međ sér, segir í athugasemdum međ frumvarpi nefndarinnar.

Í frumvarpinu er fjallađ um skráningu kynleiđréttingar og nafnabreytingu í ţjóđskrá og er ađ mestu gert ráđ fyrir sömu stjórnsýsluframkvćmd og nú tíđkast. Mćlt er fyrir um óbreytta réttarstöđu barns gagnvart foreldri sem fengiđ hefur stađfestingu á ađ ţađ tilheyri gagnstćđu kyni. Loks er fjallađ um hvernig bregđast skuli viđ ađstćđum ţegar einstaklingur sem hlotiđ hefur stađfestingu sérfrćđinefndar um kynáttunarvanda vill hverfa aftur til fyrra kyns.

Formađur nefndarinnar var Laufey Helga Guđmundsdóttir en ađrir nefndarmenn voru Skúli Guđmundsson, Óttar Guđmundsson, Margrét Steinarsdóttir og Anna K. Kristjánsdóttir.

Guđbjartur Hannesson velferđarráđherra sem tekiđ hefur viđ tillögu nefndarinnar mun á nćstunni ákveđa hvert verđur framhald málsins en áformađ er ađ leggja fram frumvarp um bćtta réttarstöđu ţeirra einstaklinga sem um rćđir á yfirstandandi ţingi.

 

Fréttin á mbl.is http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/09/tillogur_ad_frumvarpi_um_rettindi_transfolks/


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16