Stutt hugleiđing um heimilisofbeldi / ofbeldi í nánum samböndum

Stutt hugleiđing um heimilisofbeldi / ofbeldi í nánum samböndum
Jón Ingvar Kjaran, lektor viđ Háskóla Íslands.

Stutt hugleiđing um heimilisofbeldi / ofbeldi í nánum samböndum

Samkvćmt nýlegri skýrslu sem WHO (Alţjóđaheilbrigđisstofnunin) hefur gefiđ út kemur fram ađ á heimsvísu verđi ţriđja hver kona fyrir ofbeldi af hálfu maka eđa ţess sem hún býr međ einhvern tímann á ćvinni. Miđađ viđ ţetta er heimiliđ hćttulegasti stađur kvenna. Ísland er hér engin undantekning. Samkvćmt tölulegum upplýsingum frá Lögreglunni á höfuđborgarsvćđinu voru 422 útköll vegna heimilisofbeldis á árinu 2015. Könnun sem gerđ var á tímabilinu 2007-2008 komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ um 42% kvenna á Íslandi, 16 ára og eldri, höfđu einhvern tímann á lífsleiđinni orđiđ fyrir ofbeldi, oftast ţó innan veggja heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum er ţví í flestum tilvikum kynbundiđ í ţeim skilningi ađ konur eru nćr oftast brotaţolar. Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir veriđ gerđar á ofbeldi innan veggja heimilis og í nánum samböndum. Ýmsar skilgreiningar eru á ţess háttar ofbeldi en í flestum rannsóknum á heimilisofbeldi eđa á ofbeldi í nánum samböndum er ţess háttar ofbeldi skilgreint sem líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt og kynferđislegt.

Ţađ sem er sérstakt viđ heimilisofbeldi/ofbeldi í nánum samböndum er ađ ţađ verđur innan tiltekinnar nándar og beinist fyrst og fremst ađ ţeim sem tengjast ofbeldismanninum sterkum tilfinningalegum böndum. Umgjörđ ţess háttar ofbeldis er ţví allt annars eđlis en ofbeldi sem ókunnugir beita utan heimilisins. Ofbeldi í nánum samböndum eđa innan heimilis er ţví á einhvern hátt meiri svik viđ ţann sem verđur fyrir ţví ţar sem heimili og/eđa náin sambönd eiga ađ vera griđastađur ţar sem ţú átt ađ finna til ákveđins öryggis. Má í ţessu samhengi vitna í frćđikonuna Joanna Bourke sem hefur skrifađ um nauđganir í sögulegu ljósi. Hún hefur bent á ađ samkvćmt rannsóknum í Bretlandi og Bandaríkjunum verđi konur sem orđiđ hafa fyrir kynferđislegu ofbeldi í nánum samböndum fyrir meira áfalli heldur en ţćr sem beittar voru ţess háttar ofbeldi af hálfu ţess sem ţćr ţekktu lítiđ eđa nćr ekkert. Ţćr voru jafnframt mun lengur ađ vinna úr ofbeldisreynslunni og náđu mun síđur bata.

Frćđimenn hafa sett fram ýmsar orsakaskýringar á heimilisofbeldi en í grófum dráttum má skipta ţeim í tvennt: annars vegar einstaklingsbundnar og hins vegar félagslegar orsakaskýringar. Svo dćmi sé tekiđ geta ţćr fyrrnefndu tengst áfengisneyslu eđa hvers kyns álagi. Nálganir í ofbeldisrannsóknum hafa einnig veriđ ólíkar en flestar hafa ţćr tekiđ feminíska afstöđu eđa nálgast viđfangsefniđ út frá feminísku sjónarhorni. Í ţeim efnum má geta ţess ađ í auknum mćli er horft til feđraveldisins og skađlegra karlmennskuhugmynda ţegar kemur ađ ţví ađ útskýra ofbeldi. Ţá er tekin gagnrýnin afstađa til karlmennskunnar og feđraveldisins, og hvernig ţessum hugmyndum er viđhaldiđ innan stofnanna samfélagsins, ţar á međal fjölskyldunnar. Til ađ stuđla ađ breytingum og draga úr hvers kyns ofbeldi innan veggja heimilisins ţarf ţví ađ ráđast gegn rótum vandans, “feđraveldinu” sjálfu, og ţeim leyndu og ljósu afleiđingum sem ţađ hefur á karlmenn og samskipti kynjanna. Ofbeldi í garđ kvenna er ein af afleiđingum skađlegra karlmennskuhugmynda sem ţarf ađ upprćta međ aukinni frćđslu innan skólakerfisins og viđhorfsbreytingum innan samfélagsins.

Á síđasta ári voru flest útköll/tilkynningar vegna heimilisofbeldis í desember. Má hér leita ýmissa orsakaskýringa ţar á međal aukinnar áfengisneyslu, álags vegna jólaundirbúnings og aukinna samverustunda fjölskyldunnar sem oft og tíđum geta endađ međ skelfingu. Gott er ađ hafa ţetta í huga núna ţegar ađventan er ađ renna upp međ auknu álagi og vćntingum vegna hátíđanna.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16