Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar

Starfsgreinasamband Íslands stendur fyrir ráðstefnu nk mánudag, 8. júní. Í fréttatilkynningu frá sambandinu stendur meðal annars:

Við hlökkum til að taka á móti þér á mánudaginn næsta í því sem verður vonandi upphafið að farsælu norrænu samstarfi gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni í ferðaþjónustugreinum.

[R]áðstefan [] hefst kl. 10:30 með ávarpi félags- og húsnæðismálaráðherra og lýkur með móttöku sem Alþýðusamband Íslands býður til um kl. 17:30.

Gert verður klukkutíma matarhlé milli kr. 12:00 og 13:00. Við gerum ráð fyrir að þingfulltrúar sjái sér sjálfir fyrir hádegismat en bendum á að fyrir þá sem þess óska býður Hótel Natura upp á spennandi og fjölbreytt hlaðborð í hádeginu á kr. 3.100. Til að auðvelda undirbúning biðjum við ykkur vinsamlegast um að skrá ykkur í hlaðborðið á netfangið asta@sgs.is í síðasta lagi á föstudag 5. júní.

Þau sem hafa skráð sig í kvöldmat, vinsamlegast mætið ekki síðar en kl. 19:30 á veitingastaðinn Casa Grande við Ægisgarð 2 í miðbæ Reykjavíkur. Á matseðlinum verður humar, fiskur og súkkulaðikaka og kostar þetta 6.850 krónur.

Hér er hlekkur á síðu Starfsgreinasambandsins, en þar er að finna ítarlega dagskrá, upplýsingar um skráningu og annað.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16