Margrét framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu

Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Tekur hún við af Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur mannréttindafræðingi, sem gegnt hefur stöðunni sl. 6 ár.

Margrét lauk kandídatsprófi í lögfræði frá HÍ árið 1993. Áður en Margrét tók við stöðu framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofunnar starfaði hún sem framkvæmdastjóri Alþjóðahúss frá 1. janúar 2009 til 30. nóvember sama ár og sem lögfræðingur hússins frá júní 2004. Margrét hefur m.a. unnið hjá Lögbirtingablaði og Stjórnartíðindum, Ríkisskattstjóra og Persónuvernd.

 

Fréttin á vísir.is http://www.visir.is/margret-framkvaemdastjori-mannrettindaskrifstofu/article/2010786698233


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16