Mannréttindaskrifstofan háð styrkjum einkaaðila

Ef ekki væri fyrir opinbera styrki gæti Mannréttindaskrifstofa Íslands ekki haldið uppi sómasamlegri starfsemi, segir framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Allt fé sem Mannréttindaskrifstofan fær er eyrnamerkt sérstökum verkefnum.

Mikil umræða skapaðist um það fyrir tæpum tveimur árum þegar Mannréttindaskrifstofa Íslands var tekin af fjárlögum en síðan þá hefur hún eingöngu fengið verkefnatengda styrki frá hinu opinbera. Skrifstofan var á meðal þeirra sem fengu styrk úr styrktarsjóði Baugs í gær en að sögn Guðrúnar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofunnar, skiptir það sköpum fyrir hana að fá styrki frá einkaaðilum. Meira fjármagn fékkst reyndar frá hinu opinbera í ár en í fyrra, eða 4,6 milljónir, en Guðrún segir að eins og staðan sé núna þurfi Mannréttindaskrifstofan að treysta að miklu leyti á einkaaðila.

Þegar skrifstofan var tekin af fjárlögum var hún til húsa að Laugavegi sem til stóð að festa kaup á. Núna er hún hins vegar í mun minna tímabundnu húsnæði að Hafnarstræti 20. Aðspurð hvort ekki hafi verið rætt við stjórnvöld um að setja Mannréttindaskrifstofuna aftur á fjárlög segir Guðrún að viðræður séu í gangi en þær gætu tekið nokkurn tíma. Núverandi ástand gangi a.m.k. ekki og bendir hún á að Mannréttisdaskrifstofa Íslands sé eina sinnar tegundar í Evrópu sem ekki fái opinberan stuðning við daglegan rekstur.

Greinin á Vísir.is hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16