Ísland fullgildir bókun við samning um bann við pyntingum

Ísland fullgildir bókun við samning um bann við pyntingum
Yfirlýsing SÞ

Ísland hefur fullgilt valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi refsingu (OPCAT). Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fékk fullgildingarskjalið afhent í vikunni og í gær var því svo lýst yfir að fullgildingu af hálfu Íslands væri lokið. 

Bókunin felur í sér eftirlit sjálfstæðra aðila sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir þar sem frelsissviptir einstaklingar eru vistaðir. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að pyntingar eða önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Annars vegar er um að ræða eftirlit alþjóðlegar nefndar og hins vegar eftirlit sem komið er á fót innan hvers aðildarríkis samkvæmt fyrirmælum bókunarinnar. 

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16