Innleiđum Istanbúlsamninginn strax

Innleiđum Istanbúlsamninginn strax
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvćmdastýra

Innleiđum Istanbúlsamninginn strax

Um ţessar mundir er veriđ ađ sýna kvikmyndina 37 víđa um heim. Myndin fjallar um nauđgun og morđiđ á Kitty Genovese í New York  áriđ 1964. Alls urđu 37 konur og karlar vitni ađ ofbeldinu en enginn kom konunni til hjálpar. Ţessa dagana er líka mikil umrćđa um kynferđisofbeldi sem drengir í breskum fótboltafélögum voru beittir fyrir um 30 árum. Sjónir beinast einkum ađ einum geranda en brotaţolarnir eru margir. Ţeir sem stigiđ hafa fram sýna mikiđ hugrekki međ ţví ađ segja frá, ţví ţađ kemur illa heim og saman viđ ríkjandi karlmennskuhugmyndir ađ segja slíkar sögur, hvađ ţá ađ gráta frammi fyrir sjónvarpsvélunum.  

Kynferđisofbeldi gegn drengjum ţarf  ađ rannsaka og rćđa en viđ megum ekki gleyma ţví ađ mun fleiri stúlkur verđa fyrir slíku ofbeldi og ađ sumir hópar kvenna eru í meiri hćttu en ađrir, t.d. fatlađar konur. Á síđasta ári sögđu hundruđ kvenna frá nauđgunum sem ţćr höfđu orđiđ fyrir á vefsíđunni Beauty tips. Ţar velti ísjakinn sér ađeins og sýndi inn í ţennan ógnarheim en ţađ má gera ţví skóna ađ ótal sögur séu ósagđar.

Mikil umrćđa hefur átt sér stađ hér á landi undanfarin ár um kynbundiđ ofbeldi, orsakir og afleiđingar, áhrif á börn sem verđa vitni ađ ofbeldi eđa verđa fyrir ţví, gerendur og ađstođ viđ brotaţola og veitir ekki af. Dćmin tvö sem ég nefndi hér ađ framan minna okkur á ađ viđ erum ađ glíma viđ rótgróna ofbeldismenningu sem fengiđ hefur ađ malla áfram meira og minna refsilaust. Málin eru mörg sem enn eru grafin djúpt í undirmeđvitundinni. Ţađ sást vel í ađdraganda söfnunarátaks Stígamóta nýveriđ. Ţađ tók suma yfir 40 ár ađ glíma viđ hörmuleg áföll fortíđar og ţora ađ stíga fram.

Ţađ er ekki einleikiđ hve tölum lögreglu ber illa saman viđ tölur Stígamóta, Aflsins og Kvennaathvarfsins hvađ varđar kynbundiđ ofbeldi. Mál eru ekki kćrđ og ţau sem kćrđ eru komast fćst í gegnum réttarvörslukerfiđ. Ţetta er ţó ađ breytast hvađ varđar ofbeldi í nánum samböndum. Lögreglan í nokkrum lögregluumdćmum hefur tekiđ upp ný vinnubrögđ sem eru ađ skila miklum árangri viđ ađ stöđva ofbeldi inni á heimilum fólks. Enn eiga ţó nokkur umdćmi eftir ađ taka sér tak. Ţađ vakti t.d. athygli ađ á Fljótsdalshérađi og ţar um kring hefur veriđ slökkt á neyđarsíma félagsţjónustunnar um nokkurt skeiđ vegna deilna um hver á ađ borga.  Slíkt er auđvitađ óţolandi ef ekki lífshćttulegt.

Nýlega var greint frá könnun sem sýndi ađ konur treysta dómstólum landsins mun síđur en karlar. Formanni dómarafélagsins fannst ţetta illskiljanlegt en ég er ekki í nokkrum vafa um ađ ţađ eru dómar og sýknanir í kynferđisbrotamálum og heimilisofbeldismálum sem eiga ţar stóran hlut ađ máli. Ţađ ţarf ađ frćđa dómara sérstaklega um orsakir og afleiđingar kynbundins ofbeldis.

Nú er unniđ ađ tillögum um ađgerđir til ađ bćta međferđ kynferđisbrotamála í réttarvörslukerfinu. Ţađ er ţó eftirfylgnin sem skiptir mestu máli. Hvađ hana varđar er mikilvćgast ađ innleiđa samning Evrópuráđsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi sem allra fyrst. Ţetta er hinn svokallađi Istanbúlsamningur sem kveđur á um ţćr skyldur stjórnvalda ađ: „vernda konur gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og fyrirbyggja ofbeldi, sćkja til saka gerendur og upprćta ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi“. Istanbúlsamningurinn er mikilvćgt tćki í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem krefst stefnumótunar og hann kostar auđvitađ peninga. Kynbundiđ ofbeldi kostar líka gríđarlegar fjárhćđir, ađ ekki sé minnst á andlegan og líkamlegan skađa ţeirra sem fyrir ţví verđa.

Ţađ er mikiđ verk ađ vinna hér á landi og eins gott ađ bretta upp ermar. Hér međ skora ég á stjórnvöld ađ innleiđa Istanbúlsamninginn strax. Ţađ vćri í anda 16 daga átaks Sameinuđu ţjóđanna gegn kynbundnu ofbeldi.

Kristín Ástgeirsdóttir

Framkvćmdastýra Jafnréttisstofu


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16