Áhrif ađgerđa gegn kórónaveirunni á grundvallarmannréttindi

Áhrif ađgerđa gegn kórónaveirunni á grundvallarmannréttindi
Mannréttindaskrifstofa Íslands

Ţessa dagana erum viđ ađ upplifa fordćmalausa tíma, eins og svo margir hafa bent á. Yfir okkur vofir mikil vá sem yfirvöld nánast allra ríkja heims hafa orđiđ ađ bregđast viđ. Ađgerđir ţćr sem fyrirskipađar hafa veriđ eru nauđsynlegar til ađ bćgja vánni frá dyrum okkar, til ţess hefur ţurft ađ skerđa grundvallarmannréttindi fólks, hin augljósustu eru ferđafrelsi og frelsi til ađ koma saman en skerđingar á friđhelgi einkalífs og persónuupplýsingavernd eru einnig líklegar. Ţá vaknar spurning um jafnrćđi og hćttuna á ţví ađ fólki verđi mismunađ.

Allar skerđingar á mannréttindum eru áhyggjuefni. Ţćr ţurfa ađ vera í samrćmi viđ lög, nauđsynlegar í lýđrćđissamfélagi, stefna ađ lögmćtu markmiđi og afar mikilvćgt er ađ gćta međalhófs, ţađ er beita aldrei harđari ráđstöfunum en nauđsyn ber til og ekki lengur en ţörf er á.  Ţó viđ séum öll sammála um nauđsyn ađgerđa og unum tímabundinni réttindaskerđingu sem ţćr hafa í för međ sér, er mikilvćgt ađ vera vel á verđi og gćta ţess ađ ađgerđirnar bitni ekki harđar á tilteknum hópum. Stjórnvöld allra ríkja heims ţurfa ađ meta hvort og hvernig ađgerđir ţćr sem gripiđ er til geta haft mismunandi áhrif á ţjóđfélagshópa og viđhafa sérstakar ađgerđir til ađ koma í veg fyrir mismunum Sömuleiđis ber ađ taka miđ af stöđu og ţörfum viđkvćmra hópa, svo sem fatlađs fólks, aldrađra og barna, tímabundnar ađgerđir geta haft langvarandi og jafnvel varanleg áhrif á einstaklinginn sem fyrir ţeim verđur. Ţannig ţarf ađ gćta ađ og meta áhrif sóttkvíar og einangrunar á ferđafrelsi, hvernig lokun skóla kemur niđur á foreldrum og nemendum, og stöđu sjálfstćtt starfandi fólks og láglaunafólks. Ţá ţarf ađ gćta ađ áhrifum ađgerđanna á innflytjendur og ađra minnihlutahópa. Gćta ţarf og ađ friđhelgi einkalífs og  persónuupplýsingavernd.

Stjórnvöld verđa einnig ađ tryggja ađ ađgerđir gegn kórónavírusnum byggi á vísindalegum grunni og ađ engum sé mismunađ og ađ almenningur hafi ađgengi ađ upplýsingum. Vernda ţarf heibrigđisstarfsfólk og tryggja eftir fremsta megni ađ heilbrigđisţjónusta sé öllum ađgengileg án mismununar og fari ađ lćknisfrćđilegum siđareglum, menningarnćmi og vönduđ.

Viđ vonum öll ađ ástandi ţessu létti sem allra fyrst og ađ viđ getum tekiđ til viđ ađ lifa lífinu á ný laus viđ ótta og áhyggjur af heilsu okkar og okkar nánustu. En ţá er ekki síđur mikilvćgt ađ gćta ţess ađ neyđarađgerđum verđi aflétt eins skjótt og auđiđ er, og ađ engir hópar sitji eftir međ varanlegar afleiđingar ţeirra skerđinga á mannréttindum sem gripiđ hefur veriđ til. Viđ erum öll saman í ţessari baráttu, viđ erum öll mannréttindaverndarar.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16