16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi: kvikmyndasýning í Bíó Paradís

Kvenréttindafélag Íslands, franska sendiráðið, Alliance Française de Reykjavík og Bíó Paradís standa fyrir sýningu á frönsku verðlaunamyndinni "La nuit du 12" (e. "The Night of the 12th") í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Pallborðsumræður verða í kjölfarið, stýrt af Maríu Leu Ævarsdóttur, formanni WIFT. Þátttakendur í pallborði eru:
Eygló Harðardóttir, fyrrum þingmaður og ráðherra en nú verkefnisstjóri hjá Ríkislögreglustjóra
Drífa Snædal, fyrrum forseti ASÍ og talskona Stígamóta
Hönnuðurinn, listakonan og leikkona Alice Olivia Clarke
Auður Önnu Magnúsdóttir, Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands

Kvikmyndagestir munu síðan fylkja liði niður á Arnarhól og taka þátt í Ljósagöngu UN Women sem hefst kl. 17.

Aðgangur er ókeypis en skrá sig verður fyrir miða hér.

Frekari upplýsingar um viðburðinn og myndina má nálgast hér á facebook síðu viðburðarins.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16