UPR Info hefur gefið út stöðuskýrslu um UPR ferlið gagnvart Íslandi

Reglubundið eftirlit Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review - UPR) ferlið fer fram fjögurra ára fresti. Mörgum af þeim tillögum sem koma fram við fyrirtöku ríkis á þó hrinda í framkvæmd strax. Til þess að fylgjast betur með framkvæmd ríkisins í kjölfar fyrirtöku hefur mannréttindaráð Sþ útfært ákveðið ferli til að meta mannréttindi ástandið eftir tvö ár frá því að ríki er tekið fyrir í UPR eftirlitinu.
Í stórum dráttum, UPR Info leitast við að tryggja að ríki virði skuldbindingar sínar sem það tekst á hendur í kjölfar UPR fyrirtöku, en einnig að gefa hagsmunaaðilum kost á að deila áliti sínu á framkvæmdinni. Í þessu skyni, um tveimur árum eftir endurskoðun, kallar UPR Info eftir upplýsingum frá ríki og frjálsum félagasamtökum og hjá innlendum mannréttindastofnunum (NHRI), þar sem þær eru til staðar, um framkvæmd ríkisins (eða framkvæmdaleysi) er snerta þau tilmæli sem komu fram á fyrirtökunni fyrir mannréttindaráðinu.

Mannréttindaskrifstofan tók þátt í þessari stöðuskýrslu með því að senda athugasemdir til UPR Info.

Á þessari slóð má hlaða niður og lesa skýrsluna sem gefin var út í ágúst 2014 http://www.upr-info.org/followup/assessments/session26/iceland/MIA-Iceland.pdf 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16