Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur

Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur
Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur

Nýtt fólk - Nýjar hugmyndir
Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur
(english below)

Smiðjan er hugsuð fyrir innflytjendur sem eru að hugleiða að stofna eigið fyrirtæki eða langar einfaldlega að kynnast íslensku viðskiptaumhverfi. Af hverju innflytjendur? Eins og flestir vita þá koma innflytjendur með margháttaða reynslu, þekkingu og nýjar og nýstárlegar hugmyndir frá heimalandinu.

Markmið smiðjunnar er m.a. að uppgötva nýja þekkingu og hæfni og veita innflytjendum tækifæri til að fjalla um hugmyndir sínar og kanna möguleika þeirra í íslensku samfélagi

Helstu atriði sem fjallað verður um eru:

  • Skoða og þróa (viðskipta) hugmyndir, markmiðasetning, markaðsgreining og markaðsáætlun, fjárhagsleg atriði, kynningar- og sölutækni.
  • Innsýn og skilningur á starfi og lífi frumkvöðulsins.
  • Innsýn í íslenskt viðskiptaumhverfi og helstu atriði sem þarf að hafa í huga við að stofna og reka fyrirtæki eða „non profit“ fyrirtæki á Íslandi.

Notast verður við íslensku og ensku jöfnum höndum og því er nauðsynlegt að til staðar sé grundvallarþekking á öðru þessara tungumála.

Ekki er tekið gjald fyrir smiðjuna. Aðeins geta 20 manns tekið þátt. Þátttakendur sem komast að þurfa að samþykkja að mæta alla dagana. Umsóknarfrestur er 15. sept. 2016. Ef þú vilt skrá þig eða ert með spurningar þá vinsamlega sendu e-mail til: agustp@centrum.is. Í skráningu þarf að koma fram fullt nafn, heimilisfang, farsímanúmer, þjóðerni og kennitala:

Leiðbeinandi verður G. Ágúst Pétursson, en hann hefur áralanga reynslu af að þróa og halda frumkvöðlasmiðjur á Íslandi.


 

New people – New ideas 
Entrepreneurship Workshop
26th to 30th September 17.00 – 20.00
This FREE evening workshop is for migrants who wish to consider starting their own business or organization in Iceland. Why for migrants? Migrants bring with them considerable knowledge, experience and new ideas from their home countries which may differ from the ones of Icelanders. The workshop has the aim to stimulate those extraordinary competences and give migrants the opportunity to use their ideas to start something new. The topics covered will be:
Researching and developing ideas, goal setting and planning, product development, market research and marketing, finance, promotion and sales techniques. 
Understanding of the life and work of entrepreneurs
Insights into the world of business in Iceland and the basic methods of how to start and operate a business or non-profit project

The language of instruction will be Icelandic and English (basics in one of the languages necessary)

There is no charge for this workshop and only 20 applicants will be accepted. All participants have to agree to join all workshop days if they are accepted to the workshop. Application deadline is September 15th. 
If you wish to register or have questions, please e-mail: agustp@centrum.is. Please add to your registration: Full name, address, mobile number, nationality and ID (Kennitala).

Main trainer on the workshop is G. Ágúst Pétursson, specialist in entrepreneurship training.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16