Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um markvissa fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar sem fjallar um að veitt verði fjármagn til að markvisst megi efla fræðslu og forvarnir um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum. MRSÍ styður tillöguna og fagnar henni jafnframt.

Skrifstofan telur mikla þörf á fræðslu og forvörnum í þessum málaflokki og telur nauðsynlegt að slíkt hefjist strax hjá yngri deildum grunnskóla, líkt og þingsályktunin gerir ráð fyrir. Ljóst er að kynferðis ofbeldi og áreitni er víðfemt vandamál sem ekki er síst kynt undir með klámneyslu barna og unglinga, einkum drengja. Vöntun er á markvissri og formfastri fræðslu svo hægt sé að uppræta þetta þjóðfélagsmein.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16