Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um umboðsmann barna (hlutverk umboðsmanns barna, ráðgjafarhópur barna og barnaþing)

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 83/1994, um umboðsmann barna.

MRSÍ styður frumvarpið heils hugar enda mikilvægt að veita börnum meira áhrifavald á málefni er þau snerta og taka þátt í mótun samfélagsins. Þá er og mikilvægt að skýrt sé kveðið á um eftirlitsskyldu umboðsmanns barna með innleiðingu Samning Sþ um réttindi barnsins, túlkun hans og þróun. Breytingar á 1. gr. laganna eru og mikilvægar, þ.e. vísan í Samning Sþ um réttindi barnsins og aðra alþjóðasamninga er börn varða.

Umsögnina í heild má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16