Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um innihald lögreglunáms á grunn- og framhaldsstigi

Með bréfi dags. 9. mars sl., var þess óskað, fyrir hönd starfshóps sem skipaður var til að fara yfir innihald lögreglunáms á grunn- og framhaldsstigi hér á landi, að Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ), skilaði umsögn um innihald slíks náms.

MRSÍ hefur takmarkaða vitneskju um hvernig lögreglunámi er nú háttað en leggur áherslu á að í slíku námi, hvort sem er á grunn- eða framhaldsskólastigi, fari fram fræðsla um mannréttindi, og þá ekki aðeins mannréttindi sakborninga og grunaðra manna, heldur einnig mannréttindi brotaþola. Slík kennsla mætti t.d. taka til kynjajafnréttis og banns við mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, uppruna, aldurs, fötlunar, trúar- og lífsskoðana, kynhneigðar, kynvitundar og kyngervis.

Umsögnina í heild má finna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16