Sameinuđu ţjóđirnar leggja áherslu á "réttinn til ţátttöku" á Mannréttindadaginn

Ban Ki-moon, framkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna harmar ađ ţeim árangri sem náđst hafi víđa međ harđfylgi viđ ađ koma á lýđrćđislegum stjórnarháttum, sé nú stefnt í „ógnvekjandi hćttu.‟ Ţetta segir hann í ávarpi í tilefni af Mannréttindadeginum sem haldinn er árlega 10. desember.

Oddviti Mannréttindamála hjá Sameinuđu ţjóđunm heiđrar fyrir sitt leyti “ţćr milljónir manna” sem hafa fylkt liđi á götum úti á undanförnum árum „til ađ biđja um ađ ţau mannréttindi séu virt sem fćrđ hafa veriđ í letur í Mannréttindayfirlýsingunni.‟

Mannréttindadagur Sameinuđu ţjóđanna er haldinn ár hvert 10. desember til ađ minnast ţess ađ á ţeim degi áriđ 1948 samţykkti Allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna Mannréttindayfirlýsinguna sem enn ţann dag í dag er hornsteinn mannréttinda í heiminum.

Ţema dagsins í ár er „Samráđ og rétturinn til ţátttöku í opinberu lífi.‟

Í ávarpi sínu segir Ban Ki-moon ađ ţrátt fyrir mikinn árangur á ýmsum sviđum undanfarin ár standi  allt of margar hindranir í vegi fyrir ţátttöku margra hópa og einstaklinga. Enn vanti mjög mikiđ upp á eđlilega ţátttöku kvenna í forystu ríkja, ţjóđţinga og atvinnulífs. Frumbyggjum,  trúarlegum- og ţjóđernislegum minnihlutahópum og fötluđu fólki sé of oft neitađ um rétt sinn til ađ taka ţátt í ákvarđanatöku. Sama máli gegni um ţá sem ađhyllist ađrar stjórnmálaskođanir en valdhafar eđa hafi ađra kynhneigđ en meirihlutinn.

Framkvćmdastjórinn segir ađ sá árangur sem náđst hafi međ harđfylgi viđ ađ breiđa út lýđrćđislega stjórnarhćtti sé nú í hćttu. „Í sumum ríkjum … hafa veriđ sett lög sem beinast sérstaklega gegn samtökum innan borgaralegs samfélags og gera ţeim nánast ókleift ađ starfa. Viđ höfum öll fyllstu ástćđu til  ađ hafa áhyggjur af slíku bakslagi.‟

Ćđsti embćttismađur Sameinuđu ţjóđanna á sviđi mannréttinda, Navi Pillay, segir í tilefni Mannréttindadagsins ađ fólkiđ sem fylkt hafi liđi á götum úti undanfarin tvö ár í mörgum ríkjum til ađ krefjast grundvallarréttinda, hafi ekki í raun gert annađ en „ađ biđja um ađ fá ađ njóta ţeirra réttindi sem ţeim hafi boriđ samkvćmt alţjóđalögum í meira en sextíu ár.‟ 

„Í dag vil ég heiđra ţá sem hafa ţjáđst fyrir ađ krefjast ţeirra réttinda sem ţeim ber ađ hafa međ réttu og líka alla ţá, hvort heldur sem er í Santíago eđa Kaíró, Aţenu eđa Moskvu, New York eđa Nýju Dehli sem hafa sagt hver međ sínu nefi: Viđ höfum okkar rödd, viđ höfum okkar rétt og viđ viljum fá ađ vera međ í ráđum um hvernig samfélög okkar og efnahagslíf eru rekin,” sagđi Navi Pillay í ávarpi sínu.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16