Hádegisfundur Barnaheilla 5. desember 2007 Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum - menntun fagstétta

Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, búnar undir það að takast á við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt? Þessum spurningum var leitað svara við í úttekt sem Barnaheill létu gera sumarið 2007. Miðvikudaginn 5. desember boða Barnaheill til hádegisfundar í Kornhlöðunni frá kl. 12:00- 13:00. Á fundinum mun Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnisstjóri hjá Barnaheillum kynna niðurstöður úttektarinnar. Enn fremur mun hún fjalla um  aðkomu Evrópuhóps Barnaheilla að baráttunni gegn mansali.

Fundurinn er framlag Barnaheilla í 16 daga átaki félagasamtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Fundastjóri er Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla.Þáttöku skal tilkynna á: raningvars@barnaheill.is. Sjá nánar um 16 daga átak um kynbundið ofbeldi á: www.humanrights.is


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16