Áttunda ritiđ í ritröđ Mannréttindaskrifstofunnar, Ţjóđbundnar mannréttindastofnanir, kemur út.

Í apríl áriđ 2007 kynnti utanríkisráđherra, Valgerđur Sverrisdóttir, stefnu Íslands í mannréttindamálum. Í rćđu sem ráđherrann flutti af ţví tilefni var fjallađ um mikilvćgi ţess ađ koma á fót íslenskri mannréttindastofnun í samrćmi viđ svokallađar Parísarreglur Sameinuđu ţjóđanna. Parísarreglurnar gera ráđ fyrir opinberum mannréttindastofnunum á fjárlögum ríkisins. Sjálfstćđi stofnananna á ađ vera tryggt međ lögum er kveđa á um fjárhag, skipurit, ráđningu starfsfólks o.fl. Í rćđu ráđherra kom fram ađ hún teldi mikilvćgt ađ um slíka stofnun yrđu sett sérstök lög en mannréttindastofnuninni yrđi ćtlađ ađ vera viđbót viđ mannréttindastarfsemi og uppbyggingu mannréttindamála í landinu.

Mannréttindaskrifstofan hefur lýst ţví yfir ađ hún sé tilbúin til ađ gegna međ formlegum hćtti hlutverki sjálfstćđrar og óháđrar landsstofnunar sem starfi í samrćmi viđ Parísarreglurnar4 en á fjárlögum 2008 eru skrifstofunni merktar tíu milljónir króna til rekstrar og verkefna.

Umfjöllunarefni ritsins er ţjóđbundnar mannréttindastofnanir eđa landsstofnanir (e. national human rights institutions) og hlutverk Mannréttindaskrifstofu Íslands. Í ritinu er fjallađ um helstu tegundir landsstofnana, um hlutverk ţeirra og starfsemi. Ađeins átta ţjóđbundnar mannréttindastofnanir hafa fengiđ fulla viđurkenningu sem slíkar og er ţćr allar ađ finna í Vestur-Evrópu. Í greinargerđinni er sérstaklega fjallađ um mannréttindastofnanir Danmerkur og Noregs, en gagnlegt er ađ líta til ţeirra ţegar fjallađ er um Mannréttindaskrifstofu Íslands, hvernig hún gćti sinnt hlutverki ţjóđbundinnar mannréttindastofnunar og fengiđ viđurkenningu sem slík í samrćmi viđ alţjóđlegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda.

Tilgangur ritsins er ađ varpa ljósi á ţjóđbundnar mannréttindastofnanir og gera grein fyrir stöđu mannréttindastofnana á Íslandi, sérstaklega Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinargerđin hefst á stuttu yfirliti yfir mannréttindavernd og skyldur Íslands á vettvangi Sameinuđu ţjóđanna og Evrópuráđsins. Ţá tekur viđ umfjöllun um ţjóđbundnar mannréttindastofnanir, saga ţeirra er rakin og helstu tegundum slíkra stofnana er lýst, en sérstaklega verđur fjallađ um evrópskar mannréttindastofnanir og ţróunina á ţessum vettvangi í Evrópu. Ţá tekur viđ umfjöllun um mannréttindastofnanir á Norđurlöndum og íslenskar mannréttindastofnanir. Ađ lokum eru niđurstöđur dregnar saman.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16