Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (kynrænt sjálfræði)

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Fagnar skrifstofan frumvarpinu en telur að betur hefði farið á því að stíga skrefið til fulls í átt að kynhlutlausum barnalögum.

 

MRSí gerir athugsemdir við að ekki sé gert ráð fyrir breytingum á ákvæðum 5., 6. og 6. gr. a barnalaga (4. gr. og 6. gr. frumvarpsins) sem veldur því að mismunun gagnvart hinsegin foreldrum er við haldið. Til að koma í veg fyrir mismunun hefði mátt orða 2. gr. barnalaga á þann veg að einstaklingur sem elur barn sem og sambúðar- eða hjúskaparmaki hans verði sjálfkrafa skráðir foreldrar barnsins, óháð barneignarleiðum og kyni, kynvitund eða kynhneigð viðkomandi. Viðhald þessarar mismununar er skýrt í greinargerð með frumvarpinu og þess sérstaklega getið að það geti valdið óvissu ef tvær konur eignast bam án tæknifrjóvgunar og er það tengt við rétt barns til að þekkja uppruna sinn. Telur MRSÍ vafasamt að taka slík tilvik út fyrir sviga, enda öðrum parasamböndum treyst til að virða framangreindan rétt barnsins auk þess sem ákvæði 1. gr. frumvarpsins ættu að tryggja að þeim rétti verði náð fram.

Í greinargerðinni segir einnig að pater est reglan (nú parens est) sbr. 2. gr. barnalaga, valdi því að foreldrastaða ráðist þá einnig af sambandi manns við einstaklinginn sem gangi með og ali bamið óháð því hvort hann hafi lagt til kynfrumu eða ekki. Í því hlýtur að felast að kyn, kynvitund og kynhneigð foreldra ráði því hvort foreldrastaða þeirra sé viðurkennd við fæðingu, en ekki líffræðileg tengsl. Því færi vel á því að breyta 2. gr. og 6. gr. laganna og 4. og 5. gr. frumvarpsins og útiloka alla mismunun í garð hinsegin foreldra.

Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16