Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til ţingsályktunar um undirritun og fullgildingu samnings Sameinuđu ţjóđanna um bann viđ kjarnorkuvopnum, ţskj. 187, 186. mál.

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til ţingsályktunar um undirritun og fullgildingu samnings Sameinuđu ţjóđanna um bann viđ kjarnorkuvopnum, ţskj. 187, 186. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreind ţingsályktunartillaga til umsagnar. Skrifstofan styđur tillöguna eindregiđ. Samningurinn um bann viđ kjarnorkuvopnum festir í sessi afdráttarlaust bann viđ notkun kjarnorkuvopna á grundvelli alţjóđlegra mannúđarlaga. Ţví er ćtlađ ađ tryggja eyđingu og afnám slíkra vopna, sem og bann viđ framleiđslu, flutningi, ţróun, prófun, geymslu eđa hótunum um notkun ţeirra. Samningurinn undirstrikar ţá alvarlegu hćttu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ţeim óafturkrćfu og gereyđandi afleiđingum sem slík vopn valda. Samningurinn skuldbindur ríki einnig til ađ koma ţolendum kjarnorkuvopnanotkunar og tilrauna til ađstođar ásamt ţví ađ koma á endurbótum vegna mengađs umhverfis af völdum ţeirra.

Nýleg könnun á vegum International Campaign to Abolish Nuclear Weapons (ICAN) á Íslandi leiddi í ljós ađ 86% ţeirra sem spurđir voru eru hlynntir gildistöku samningsins á Íslandi. Ţá eru jafnframt 75% hlynntir ţví ađ Ísland verđi fyrst NATO ríkja til ađ skrifa undir og fullgilda samninginn. Sambćrilegar kannanir voru gerđar í Belgíu, Danmörku, Hollandi, Ítalíu og á Spáni og leiddu í ljós ađ nálćgt eđa yfir 80% eru fylgjandi samningnum og endurspegla ţannig yfirgnćfandi stuđning almennings í ţessum ríkjum gagnvart samningnum og gildistöku hans.

Kjarnorkuvopn hafa í för međ sér óafturkrćfan eyđileggingarmátt. Engin lćknis- eđa mannúđarađstođ er möguleg strax í kjölfar kjarnorkuárásar. Til frambúđar hefur slík árás skelfilegar afleiđingar fyrir mannfólk, dýraríki, umhverfi og loftslag, svo ekki sé minnst á neikvćđ áhrif á landbúnađarframleiđslu, ásamt skyndilegri hitalćkkun og minnkun úrkomu á heimsvísu vegna reyks og rykmyndunar. Bann viđ kjarnorkuvopnum er ţví eina tryggingin gegn notkun slíkra vopna og ţeim afleiđingum sem notkun ţeirra hefur í för međ sér.

Ađ mati MRSÍ er ađild Íslands ađ samningnum nauđsynleg til ađ stuđla ađ vernd almennra borgara, lífríkis og náttúru til framtíđar og styrkja enn fremur stöđu ţeirra alţjóđlegu samninga um kjarnorkuvopn sem Ísland á nú ţegar ađild ađ. Međ undirritun og fullgildingu samningsins er fyllt upp í mikilvćgar eyđur sem fyrri samningar hafa ekki kveđiđ á um.

Umsögnina í heild má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16