Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við afneitun helfararinnar), þskj. 772, 453. mál.

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við afneitun helfararinnar), þskj. 772, 453. mál.

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur fengið framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið enda mega voðaverk nasista í seinni heimsstyrjöldinni sem beindust gegn fólki vegna trúarbragða þeirra, fötlunar, kynhneigðar og þjóðernisuppruna aldrei falla í gleymsku. Slíkir glæpir gegn mannkyni eiga sér rót í hatri, fordómum, mismunun og sannfæringu um yfirburði.

Eins og ástandið í veröldinni í dag þar sem stöðugt þrengir að mannréttindum ýmissa hópa og lýðskrum og falsfréttir ýta undir fordóma, staðalmyndir og hatur, er ekki síst mikilvægt að líta til helfararinnar og aðdraganda hennar, enda mega þeir voðaatburðir aldrei í þagnargildi liggja fremur en önnur þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni.

Umsögnina í heild má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16