Tvíhliða ráðstefna á netinu - Lettland

Tvíhliða ráðstefna á netinu - Lettland
Uppbyggingarsjóður EES

Tvíhliða ráðstefna á netinu- Lettland

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi með því markmiði að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og fimmtán viðtökuríkja sjóðsins í Evrópu.

Þann 8. desember næstkomandi heldur Lettland tvíhliða ráðstefnu á netinu og hvetjum við frjáls félagasamtök, stofnanir sveitarfélaga og aðra aðila, sem áhuga hafa á samstarfi um verkefni styrkt af Uppbyggingarsjóðnum, til að skrá sig. Skráning fer fram á eftirfarandi slóð og síðasti skráningardagur er 6. desember:

https://forms.gle/cR5eQmQrWvkCAgRRA    

Þess er óskað að þátttakendur útbúi "quick business card" að eftirfarandi fyrirmynd(þarf bara að setja upplýsingar inn í eyðublaðið): https://ieej.lv/ODomZ

Þetta kall eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð EES í Lettlandi leggur áherslu á verkefni sem miða að því að styrkja starfsemi samtaka (capacity building) mun sérfræðingur frá Slóvakíu halda fyrirlestur um efnið. Jafnframt verður sagt frá fyrri verkefnum sem skilað hafa árangri og síðan fara fram vinnustofur og umræður. Gert er ráð fyrir að viðburðurinn taki þrjár klukkustundir.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16