Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti 2014

19. - 28. mars 2014

Þema Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti 2014 er Við erum öll hluti af sömu heild. Hönnuður myndar / logo verkefnisins í ár er Heiðrún Tinna Haraldsdóttir.logo Evrópuviku 2014

Í ár eins og síðustu ár taka ýmis félagasamtök víðsvegar um land þátt í verkefninu en í ár eru það Skátarnir, KFUM/K, deildir innan Rauða krossins á Íslandi, Félag Horizon og nemendur úr grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Markmið verkefnisins er nú sem endranær að fræða ungmenni um kynþáttamisrétti og einnig að fræða þau um hvernig þau geti upplýst aðra um hinar ýmsu hliðar kynþáttamisréttis, hvernig sporna megi við því, osfrv.

Auk þess að fræðast um kynþáttamisrétti munu ungmennin hittast í sínum félögum og skrifa persónuleg skilaboð á kort sem send verða til handahófsvalinna Íslendinga. Þar með vonast þau til að vekja aðra til umhugsunar um kynþáttamisrétti og fá fleiri liðsmenn í báráttunni gegn því.

 evrvika evrvika1 evrvika2

Sjá einnig https://www.facebook.com/evropuvika

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16