Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti 2013

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti var í ár haldin dagana 16. – 24. mars með viðburðum um gjörvalla Evrópu. Á Íslandi héldum við vikuna hátíðlega á alþjóðlegum degi gegn kynþáttamisrétti þann 21. mars. Slagorðið að þessu sinni var: Hver segir að við pössum ekki saman?lógó 2013

Merki ársins var hannað af Stefaníu Ósk Ómarsdóttur, meistaranema í teiknimyndagerð við IDEC-Universitat Pompeu Fabra í Barcelona. Merkið var prentað á boli og bæklinga sem dreift var í vikunni. Þykir merkið hafa heppnast afar vel í ár og þátttakendur voru mjög ánægðir með útkomu bolanna og bæklinganna.

Dagurinn hófst með hádegistónleikum Jafnréttisnefndar stúdentaráðs í Stúdentakjallaranum. Þar söng Friðrik Dór fyrir gesti og gangandi við góðar viðtökur áhorfenda. Meðlimir jafnréttisráðs dreifðu bæklingum með fræðsluefni um kynþáttafordóma og kynþáttamisrétti til gesta Stúdentakjallarans og nemenda á Háskólatorgi.



Mannréttindaskrifstofa hélt utan um vitundarvakningarviðburð seinna um daginn í Kringlunni. Þangað mættu ungmenni frá Rauða kross Íslands og dreifðu bæklingum um kynþáttafordóma og fræddu fólk um málefnið. Einnig gáfu þau almenningi kost á það setja mark sitt á fingralistaverk og taka þátt í lukkuhjóli.  Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS héldu ljósmyndasýningu sem sjálfboðaliðar höfðu unnið að með þema vikunnar að leiðarljósi. Hér má sjá ljósmyndirnar sem voru á sýningunni.

 

 Grínistinn og Mið-Íslands meðlimurinn Jóhann Alfreð sá svo um að kynna bráðskemmtileg atriði fyrir gestum Kringlunnar og sjálfboðaliðum. Magadansarar frá Latin stúdíó sýndu dansatriði, hljómsveitin Soldiers of the Word söng nokkur lög, Ten Sing hópur frá KFUM og KFUK söng 37 lög í einu lagi og söngvarinn Alan Jones kom fram. Haffi Haff lokaði svo dagskránni með pompi og prakt og nýju frumsömdu lagi.

Á Akureyri var einnig haldið upp á daginn. Sjálfboðaliðar frá KFUM og KFUK stóðu vaktina  við alla innganga að Glerártorgi og dreifðu bæklinga til vegfarenda.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16