16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2014

Heimilisfriður - heimsfriður:

Drögum úr hernaðarhyggju og bindum enda á ofbeldi gegn konum.

Dagskrá 16 daga átaksins 2014 á Íslandi 

Alþjóðlega þema 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi árið 2014 er áfram „Heimilisfriður – heimsfriður; Drögum úr hernaðarhyggju og bindum enda á ofbeldi gegn konum“. Hér heima höfum við reynt að tengja átakið við íslenskan veruleika og munum við m.a. skoða kynferðislega áreitni á vinnustöðum.

Átakið 2014 beinir spjótum sínum að vitundarvakningu og aðgerðum er lúta að margþættum snertiflötum kynbundins ofbeldis og hernaðarhyggju, ásamt því að sýna  tengslin á milli baráttu fyrir efnahagslegum og félagslegum réttindum og baráttunnar til að binda endi á kynbundið ofbeldi. Með þemanu er ætlunin að draga fram hvernig hernaðarhyggja getur skapast í samfélagi og menningu ótta; samfélagi sem byggir á ofbeldi eða hótunum um það, kúgun, ásamt hernaðaríhlutun sem viðbrögðum við pólitískum og samfélagslegum deilum eða til að styrkja efnahagslega og pólitíska hagsmuni.

Ennfremur ítrekar átakið að réttindi kvenna eru mannréttindiog áréttar að í gegnum tíðina hefur feðraveldið haldið á lofti skaðlegum hefðum og löggjöf sem viðurkennir ofbeldi gegn konum sem eðlilegt ástand og neitar konum um rétt þeirra til að lifa með reisn.

Síðustu 23 ár hefur alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi verið tileinkað baráttu og skipulagningu á aðgerðum  til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Dagsetning átaksins frá 25. nóvember (alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi á konum) til 10. desember (alþjóðlegi mannréttindadagurinn) var valin til þess að tengja kynbundið  ofbeldi og  mannréttindi á táknrænan hátt ásamt því að leggja áherslu á að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt mannréttindabrot. 16 daga átakið hefur verið leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða sem kalla eftir því að bundinn verði endir á allt ofbeldi gegn konum,  alls staðar í heiminum. Miðstöð fyrir alþjóðlega forystu kvenna/Center for Women’s Global Leadership er alþjóðlegur skipuleggjandi átaksins.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16