16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2012

Dagskrá 16 daga átaksins 2012

 

Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi má rekja aftur til ársins 1991 og er þetta því í 22. skiptið sem átakið er haldið á heimsvísu. Dagsetning átaksins var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur . Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.

Í ár er alþjóðlegt þema átaksins kynbundið ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. En jafnframt er sjónum beint að heimilisofbeldi því að aðeins þegar friður er á heimilum næst friður í heiminum. Hér heima er yfirskrift átaksins „Heimilisfriður – heimsfriður“.

Kynbundið ofbeldi er ein af verstu birtingarmyndum kynjamisréttis hér á landi sem og annars staðar. Hundruð kvenna leita árlega til Neyðarmóttöku, Stígamóta og Kvennaathvarfsins vegna nauðgana og annars ofbeldis af hendi karla. Kynbundið ofbeldi lýsir sér í nauðgunum, sifjaspellum, klámi, vændi, mansali, kynferðisáreitni og annars konar líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn konum og stúlkum inni á heimilum þeirra sem utan.

Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu, leitaði 671 kona þangað árið 2011. Sama ár leituðu 593 einstaklingar til Stígamóta, og frá upphafi starfsemi samtakanna til ársloka 2011 höfðu því alls 5.946 einstaklingar leitað til samtakanna vegna kynferðisofbeldis. Um það bil 13% aukning hefur verið á nýjum málum frá árinu 2010 að árslokum 2011. Í ársskýrslu sinni vekja Stígamót sérstaka athygli á því að aðeins 16,8% ofbeldis­mannanna, sem tilgreindir voru árið 2011, eru ókunnugir þeim sem þeir beita ofbeldi. Það þýðir að í rúmum 80% tilvika þekkti brotaþolinn ofbeldismanninn. Íslenskum konum stafar því helst hætta af eiginmanni, fyrrverandi eiginmanni, kærasta, föður, frænda, bróður, vini en ekki af ókunnugum.

Ofbeldi gegn konum viðgengst á Íslandi eins og annars staðar, og það viðgengst hvergi eins vel og innan veggja heimila, í skjóli upplýsingaskorts, þöggunar og aðgerðaleysis. Skömmin, sem réttilega tilheyrir gerendum, hvílir m.a. af þessum sökum sem mara á þolendum. Reynslan frá nágrannalöndum sýnir að kynbundið ofbeldi eykst á krepputímum en almennum líkamsárásum fækkar. Ofbeldi verður minna sjáanlegt en það hverfur ekki, heldur færist inn á heimilin.

Við getum ekki litið framhjá þeim staðreyndum um kynbundið ofbeldi sem blasa við okkur. Með árlegu 16 daga átaki viljum við hvetja til opinnar og hispurslausrar umræðu sem leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða í kjölfarið. Dagskrá átaksins í ár er fjölbreytt og samanstendur af Ljósagöngu, tónleikum, bíósýningum, bókaupplestrum og málstofum. Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána nánar hér á síðunni og á  facebook- síðu átaksins https://www.facebook.com/16dagar

The 16 days of activism against gender violence campaign is an international campaign established in 1991 and this year marks the 21st year that this campaign is carried out. The 16 Days Campaign begins on November 25, the International Day Against Violence Against Women, and ends on December 10, International Human Rights Day. These dates symbolically link violence against women and human rights, and emphasize that such violence is a human rights violation.

This year‘s theme of the campaign is gender violence in war and armed conflict but the focus is also on domestic violence and the theme announcement is „From Peace in the Home to Peace in the World. Let‘s Challenge Militarism and End Violence Against Women.“

Gender violence is one of the worst manifestations of gender inequality here in Iceland as elsewhere in the world. Hundreds of women seek help from the Emergency Reception for victims of sexual violence at the National University Hospital of Iceland, Stígamót - Education and Counseling Center for Survivors of Sexual Abuse and Violence and the Women's shelter, for rape and other forms of violence where men are the perpetrators. Gender violence includes rape, incest, pornography, prostitution, trafficking, sexual harassment and other forms of physical and psychological violence against women and girls inside and outside their homes.

We cannot look past the facts about gender violence which face us every day. With the annual 16 days campaign we want to encourage an open and forthright discussion as a part of our awareness-raising which will hopefully lead to further action by the public.

The program of the 16 days campaign will consists of many events such as the annual Light walk, movie screenings and book readings. The events will be advertised in this site and on our facebook page; https://www.facebook.com/16dagar

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16