Vernd borgara gegn ofbeldi og mismunun

Vernd borgara gegn ofbeldi og mismunun
Vernd borgara gegn ofbeldi og mismunun

Vernd borgara gegn ofbeldi og mismunun

*English below*

Opinn fundur á vegum Höfða friðarseturs og utanríkisráðuneytisins

Mánudaginn 2. september frá kl. 12:00 - 13:00 í Norræna húsinu

Hvernig geta samfélög og ríkisstjórnir aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna stuðlað að því að allir borgarar njóti verndar gegn ofbeldi og mismunun?

Þessari spurningu mun Victor Madrigal-Borloz, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn ofbeldi og mismunun byggðri á kynhneigð og kynvitund fólks, reyna að svara í erindi sínu. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að einstakir leiðtogar sýni frumkvæði og taki forystuhlutverk til að berjast fyrir mannréttindum tiltekinna hópa sem er mismunað í samfélaginu, en þannig er hægt að vinda ofan af ranghugmyndum um viðkomandi hópa, ótta og fordómum sem gjarnan eru forsenda þess að fólk verður fyrir ofbeldi og mismunun. Þá mun hann ræða hvernig mismunandi löggjöf víða um heim stuðlar enn að því að hinsegin fólk nýtur ekki fullra mannréttinda.

Victor Madrigal-Borloz stundar rannsóknir á sviði mannréttinda við lagadeild Harvard háskóla og gegnir hlutverki óháðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn ofbeldi og mismunun byggðri á kynhneigð fólks og kynvitund en um er að ræða eina sérstaka embættið á vegum Sameinuðu þjóðanna sem lýtur að málefnum hinsegin fólks.

Fundarstjóri: Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/2294475744215178/?notif_t=plan_user_associated&notif_id=1566911808158348



Open seminar hosted by Höfði Reykjavík Peace Centre and the Ministry for Foreign Affairs

Socio-cultural and economic inclusion: State of the world

In this open seminar Madrigal-Borloz, UN Independent Expert on Protection against violence and discrimination based on sexual orientation and gender identity, examines the ways in which an inclusive society and effective state measures enable people to enjoy protection from violence and discrimination. He highlights the unique role of leaders in different fields, all of which allows the cycle of exclusion to be broken and have a positive impact on the misconceptions, fears and prejudices that fuel violence and discrimination.The presentation further examines how discriminatory laws and sociocultural norms continue to marginalize and exclude lesbian, gay, bisexual, trans and gender-diverse persons.

Mr. Victor Madrigal-Borloz is a Senior Visiting Researcher at the Harvard Law School Human Rights Program. He assumed the role of UN Independent Expert on Protection against violence and discrimination based on sexual orientation and gender identity for a three year period starting on 1 January 2018.

Moderator: Þórir Guðmundsson, Editor- in- Chief at Visir, Stöð 2 and Bylgjan

Facebook event: https://www.facebook.com/events/2294475744215178/?notif_t=plan_user_associated&notif_id=1566911808158348


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16