Vekjum athygli á viðburði Stígamóta nk. mánudag: Sálfræðin að baki kynferðisbrotum

Nina Burrowes sálfræðingur og einn helsti sérfræðingur Englands á sviði kynferðisbrota heldur fyrirlestur á Stígamótum mánudaginn næstkomandi kl. 12:00.

Í fyrirlestrinum kemur Nina víða við, bæði er varðar líf þolenda og málefni gerenda. Hún mun meðal annars fjalla um kynlíf eftir kynferðisofbeldi og um það hvers vegna svo fáir gerendur þurfa að svara til saka, um mikilvægi aukinnar þekkingar á málaflokknum, hvað mætti betur fara innan réttarkerfisins og hvernig við öll skiptum máli í baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Slóð á facebook síðu viðburðar: https://www.facebook.com/events/1528568147451334/ 

Verið öll velkomin!


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16