Umsókn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun lögræðislaga

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun lögræðislaga, þskj. 53, 53. mál. 

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) styður tillöguna heils hugar og hvetur til samþykkis hennar. Svo sem rakið er í greinargerð með tillögunni þá er grunnhugsun samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) sú að óleyfilegt sé að mismuna fötluðu fólki á grundvelli fötlunar þess, þ.e. að fötlun megi aldrei vera ástæða mismununar. Í ákvæðum samningsins er rakið á framsækinn og nákvæman hátt hvernig aðildarríkjum beri að tryggja í lögum og framkvæmd að mannréttindi fatlaðs fólks séu virt í hvívetna.     

Umsóknina í heild má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16