Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi

Mannréttindaskrifstofa Íslands styður ofangreinda þingsályktunartillögu heilshugar. Eins og staðan er í dag á margt fólk af erlendum uppruna erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu. Þar kemur margt til, m.a. vanþekking á lögum og reglum, réttindum og skyldum, sem og að samfélagið hefur ekki að fullu viðhaft þær ráðstafanir sem þarf til að tryggja innflytjendum jafnræði á við aðra íbúa þess.

Þannig hefur mörgum einstaklingum af erlendum uppruna reynst erfitt að fá menntun sína viðurkennda hér á landi og að fá störf er hæfa menntun þeirra. Sökum skorts á túlkaþjónustu, vanþekkingu á þjónustu við innflytjendur og jafnvel menningarmunar, eru ýmiss konar þjónusta og aðgengi einnig takmarkaðri innflytjendum en öðrum og meira um misnotkun og hagnýtingu fólks af erlendum uppruna, t.d. á vinnumarkaði. Upplýsingagjöf er ábótavant og svo er einnig um aðgang að íslenskukennslu. Nýjar rannsóknir sýna einnig að lesskilningur barna af erlendum uppruna er lakari en íslenskra og sum þeirra kunna hvorki íslensku né móðurmál sitt svo fullnægjandi sé. Við því þarf að bregðast.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16