Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar. Með frumvarpinu er lagt til að elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna nýgerðra kjarasamninga og fari stighækkandi fram til ársins 2018 og verði þá komin í 300 þús. kr. MRSÍ styður frumvarpið og tekur því fagnandi að bæta eigi stöðu þeirra sem þiggja elli- og örorkulífeyri þar sem sá hópur hefur setið eftir í þeim kjarabótum sem hafa átt sér stað fyrir almenning síðustu ár og því orðið tímabært að bregðast við. Réttur manna til sanngjarnra tekna, sem tryggir þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjara, er grundvallar mannréttindi sem m.a. eru lögfest í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  

Umsögnina í heild sinni má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16