Umsögn MRSÍ um frumvarp til breytingu á almennum hegningalögum (kynferðisbrot)

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar og tekur heilshugar undir efni þess.

Í greinargerð með frumvarpinu er m.a. vísað til samnings Evrópuráðsins um forvarnir og varnir gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (Istanbulsamningurinn). Í ákvæði 36. gr. samningsins sem tekur til nauðgunar, er mælt fyrir um að í refsilöggjöf um nauðgun skuli fyrst og fremst líta til þess hvort samþykki viðkomandi liggi fyrir en ekki hvaða verknaðaraðferðum var beitt. Endurspeglar ákvæðið niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu M.C. gegn Búlgaríu, eins og vísað er til í greinargerðinni, en þar segir að löggjöf um nauðgun þar sem ofuráhersla eða höfuðáhersla er lögð á verknaðaraðferðir fremur en hvort samþykki brotaþola hafi legið fyrir, brjóti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Er það því jafnt álit Mannréttindadómstólsins sem og útgangspunktur í Istanbulsamningnum að það sé ekki valdbeitingin heldur skortur á samþykki sem sýni fram á nauðgun. 

Umsögnina í heild sinni má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16