Þróunarsjóður EFTA - tengslamyndunarfundur í Rúmeníu

Í byrjun maí verður haldinn svokallaður tengslamyndunarfundur í Búkarest í Rúmeníu þar sem leitast verður við að stofna til samvinnu milli Rúmena og styrkveitandi þjóða undir merkjum þarlends verkefnis er kallast CORAI, en það er styrkt af Þróunarsjóði EFTA.

Eitt af markmiðunum með sjóðnum að efla samvinnu og skapa tengsl milli ríkja Evrópu. Samstarf milli landa færir öllum aðilum aukna þekkingu og kunnáttu, hvort sem um er að ræða styrkþega eða styrkveitanda. Því er sérstaklega hvatt til þess að samtök í styrkþega ríkinu leiti eftir því að finna sér samstarfsaðila í einu af þrem styrkveitenda ríkjunum.

Í þetta sinn leitast Rúmenar eftir að vinna með samtökum sem vinna að málstað hópa innan samfélagsins sem standa höllum fæti - börnum, unglingum sem og fullorðnum, erlendum sem innlendum, og/eða öðrum þeim sem vinna gegn félagslegri og efnahagslegri einangrun og útskúfun.

Frekari upplýsingar má finna á síðu skipuleggjenda:

 

VIÐBURÐURINN - nánari upplýsingar eftir því sem þær berast frá skipuleggjendum
Hvenær:
  • Líklega 7. maí.
Lengd:
  • 1 dagur.
Dagskrá:
  • Match making; nánari dagskrá tilkynnt síðar.
    • Rúmenar eru búnir að fá lista yfir íslensk samtök til að kynna sér: http://www.humanrights.is/media/greinar/Database-fyrir-heimasidu.pdf
    • Þetta er ekki tæmandi listi yfir samtök; listinn var gerður fyrir tæpu ári með þeim samtökum osfrv sem þá höfðu áhuga á að vera á honum.
    • Skipuleggjendur biðja áhugasama að senda stutta lýsingu á samtökum sínum, starfi, sérhæfingu, osfrv, sem og kontakt upplýsingar, svo hægt sé að setja þær uppl. á heimasíðu þeirra.
Skráning:
  • Engin umsókn eða skráning.
  • Senda póst á bilaterale@frds.ro til að láta vita af þátttöku.
  • Láta vita fyrir 25. apríl.
Frekari upplýsingar:

 Tengiliður á Mannréttindaskrifstofu Íslands: Steinunn - steinunn@humanrights.is

 UPPLÝSINGAR UM CORAI VERKEFNIÐ

Umsóknarfrestur verkefna innan þessa úboðs styrkja er 19. maí, og hér fyrir neðan eru upplýsingarnar um verkefnið, á ensku.

 Information about the CORAI Programme

 Specific objectives:

  • implementation of effective and efficient integrated measures addressing vulnerable groups of children and youth facing particular risks
  • developing initiatives to reduce inequalities and to strengthen anti-discriminatory measures for groups vulnerable to social and economic exclusion, initiated in cooperation by local and regional authorities, as well as private and civil society actor

Main results:

  • an improvement of the school attendance, especially among Roma children, including an increased access and participation in pre-school education
  • raised awareness about the need for education among Roma family members and local community in general
  • better development of the life abilities of the institutionalized and other vulnerable groups of children and youth
  • coherent local and regional measures addressing inequality, discrimination and marginalisation initiated in a participatory manner by institutional local actors and civil society
  • relevant partnership relations established among stockholders involved in promoting social inclusion and anti-discrimination
  • better prepared professionals involved in working with children, youth and social inclusion
  • increased level of access to suitable/adapted services of children and youth at risk

The Coherent call is the fourth call open under CORAI and aims to support measures to address the problems faced by disadvantaged groups and fight against social exclusion, through financing specific initiatives to reduce inequalities and to improve national anti-discrimination measures, developed through the cooperation of social actors at local and regional level.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16