SAMSTARFSAMNINGUR VIÐ UTANRÍKISNÁÐUNEYTIÐ TIL ÞRIGGJA ÁRA

SAMSTARFSAMNINGUR VIÐ UTANRÍKISNÁÐUNEYTIÐ TIL ÞRIGGJA ÁRA
Við undirritun samningsins

Í gær, þann 7. janúar, var undirritaður samstarfssamningur til þriggja ára milli utanríkisráðuneytisins og Mannréttindaskrifstofu Íslands en hefur samstarf þar á milli staðið allt frá árinu 2008.
Í samningnum sem Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri og Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofunnar, undirrituðu er gert ráð fyrir að skrifstofan haldi áfram að sinna verkefnum Uppbyggingarsjóðs EES er lúta að mannréttindum, aðstoði við undirbúning funda um mannréttindamál hjá alþjóðastofnunum og standi að einum til tveimur fundum árlega með utanríkisráðuneytinu til að auka umræðu og meðvitund innanlands um alþjóðleg mannréttindi.
Við tökum þessu fagnandi og hlökkum til komandi samstarfs!


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16