Sameinuđu ţjóđirnar vilja ađ Ísland fjölgi konum í Hćstarétti og lögreglu, og tryggi starf lögreglunnar og annarra ađila gegn kynferđisofbeldi

Í fyrradag sendi nefnd Sameinuđu ţjóđanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum tilmćli til íslenskra stjórnvalda um hvađ betur má fara í jafnréttismálum hér á landi. Lagđi nefndin sérstaka áherslu á ofbeldi gegn konum og ađ fjölga konum í lögreglunni og Hćstarétti.

Ísland undirritađi samning Sameinuđu ţjóđanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, eđa Kvennasáttmálann eins og hann er betur ţekktur (e. CEDAW: Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women) á kvennaráđstefnu Sameinuđu ţjóđanna í Kaupmannahöfn 1980. Hann var fullgiltur af Alţingi 1985 eftir mikinn ţrýsting íslenskra kvennasamtaka. Í dag eru 189 ríki ađilar ađ sáttmálanum.

Kvennasáttmálinn inniheldur 30 ákvćđi og inngangsorđ, sem eru grunnreglur um jafnrétti og áćtlanir ríkja til ađ koma í veg fyrir mismunun gegn konum. Fulltrúar velferđarráđuneytisins og utanríkisráđuneytisins mćttu á fund nefndar Sameinuđu ţjóđanna um Kvennasáttmálann í Genf 17. febrúar síđastliđinn og svöruđu ţar fyrir framkvćmd Íslands í jafnréttismálum og ađgerđir til ađ afnema mismunun gagnvart konum.

Mannréttindaskrifstofa Íslands og Kvenréttindafélag Íslands skiluđu inn skuggaskýrslu til nefndarinnar í ađdraganda fundarins, ţar sem bent er á brotalamir í lagasetningu og áćtlunum stjórnvalda og hvađ betur má fara í starfi opinberra ađila til ađ útrýma mismunun gagnvart konum. Samtökin sendu einnig fulltrúa sinn, Brynhildi Heiđar- og Ómarsdóttur, á fundinn í Genf til ađ fylgjast međ fyrirtöku Íslands og fylgja eftir skuggaskýrslunni.

Í vikunni birti nefnd Sameinuđu ţjóđanna frá sér tilmćli til íslenskra stjórnvalda varđandi ákvćđi kvennasáttmálans sem ekki er framfylgt međ viđunandi hćtti. Lögđ var sérstök áhersla á tvö tilmćli:

 1. ađ stjórnvöld samţykki tafarlaust ađgerđaáćtlun gegn kynferđisofbeldi og heimilisofbeldi sem taki tillit til ţarfa kvenna međ fötlun og kvenna af erlendum uppruna, og tryggi fjármagn og mannafl til ađ lögregluembćtti út um allt land geti tekiđ upp verklag lögreglunnar í Reykjavík í ofbeldismálum (verkefniđ „Ađ halda glugganum opnum“).
 2. ađ grípa tafarlaust til ađgerđa, jafnvel sértćkra ađgerđa eins og kynjakvóta, til ađfjölga hratt konum innan lögreglunnar, í Hćstarétti, og í háttsettum stöđum innan utanríkisţjónustunnar (stöđu sendiherra)

Ţess er óskađ ađ stjórnvöld sendi nefndinni framhaldsskýrslu innan tveggja ára um framkvćmd ţessara tveggja atriđa.

Einnig birti nefndin fjölda annarra tilmćla til íslenskra stjórnvalda til ađ tryggja afnám mismunar gagnvart konum, eins og t.d.:

 • ađ samţykkja tafarlaust ađgerđaáćtlun í jafnréttismálum;
 • ađ tryggja fjármögnun Jafnréttisstofu og íhuga flutning hennar til Reykjavíkur;
 • ađ breyta/skýra hegningarlöggjöfina og banna stafrćnt ofbeldi og sálrćnt ofbeldi;
 • ađ tryggja ađgengi allra kvenna ađ kvennaathvarfi, líka kvenna úti á landsbyggđinni, kvenna međ fötlun og kvenna af erlendum uppruna;
 • ađ opna bráđamóttökur kynferđisofbeldis út um allt land;
 • ađ fjármagna ađgerđir gegn mansali;
 • ađ rannsaka stöđu kvenna sem starfa á svokölluđum „kampavínsklúbbum“;
 • ađ íhuga ađ gera kvenréttindi (kynjafrćđi) ađ skyldufagi í grunnskólum og menntaskólum;
 • ađ tryggja ađ námsbćkur sýni raunhćfa mynd af stöđu og hlutverki kvenna í sögunni;
 • ađ athuga hvort hćgt sé ađ víkka út lögin um kynjakvóta í stjórnum fyrirtćkja svo ţau nái til fyrirtćkja međ fćrri en 49 starfsmenn,
 • ađ tryggja ađ lögreglukonur séu ekki áreittar kynferđislega í starfi sínu;
 • ađ tryggja barnagćslu milli 9 mánađa og 2 ára;
 • ađ tryggja nćgilega fjármögnun til fćđingarorlofssjóđs og hćkka hámarksgreiđslur úr honum;
 • ađ mennta heilbrigđisstarfsmenn sem taka á móti konum sem sćkja um fóstureyđingu og tryggja ţađ ađ móttökur ţeirra séu ekki til ţess fallnar ađ letja konur til ađ fara í fóstureyđingu;
 • ađ athuga reglugerđir opinberra menningarsjóđa og leita leiđa til ađ tryggja ađ opinberar styrkveitingar til menningarmála skiptist jafnt milli kynjanna;
 • ađ rannsaka stöđu kvenna af erlendum uppruna;
 • ađ tryggja fjármagn til Fjölmenningarseturs og auka ađgengi ađ ţjónustu ţess.

Tilmćlin eru enn fleiri og má lesa skjaliđ í heild sinni á vefsíđu Mannréttindastofnunar Sameinuđu ţjóđanna.

Hćgt er ađ lesa Kvennasáttmálann í íslenskri ţýđingu á vefsíđu Mannréttindaskrifstofunnar. Skuggaskýrslu Mannréttindaskrifstofu og Kvenréttindafélagsins 2016 má finna hér, og stöđuskýrslu stjórnvalda um framkvćmd Kvennasáttmálans frá árinu 2014 er ađ finna á vefsíđu Mannréttindastofnunnar Sameinuđu ţjóđanna.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16