Reykjavík Safarí - Menningarleiðsögn fyrir innflytjendur, flóttamenn og aðra áhugasama

Reykjavík Safarí - menningarleiðsögn á persnesku, pólsku, portúgölsku, spænsku, víetnömsku og ensku

Fimmtudaginn 7. júlí kl. 20.00 verður boðið til fjöltyngdrar menningargöngu "Reykjavík Safarí" níunda árið í röð. "Reykjavík Safarí" er á vegum Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur. Borgarbúar, með önnur móðurmál en íslensku, veita leiðsögn ummiðborgina sem verður í boði á spænsku, pólsku, víetnömsku, portúgölsku, ensku og persnesku.

Í ár er leiðsögn á persnesku í boði í fyrsta skipti með það fyrir augum að veita nýjum íbúum frá Íran og Afganistan innsýn í íslenskt samfélag og menningu. Starfsmenn safnanna segja frá starfseminni og leiðsögumennirnir túlka yfir á sín eigin tungumál. Í göngunni verður jafnframt bent á mikilvægar byggingar og styttur og stoppað fyrir framan Alþingishúsið. Hóparnir munu svo hittast í lok göngunnar í Borgarbókasafninu, Tryggvagötu 15. Þar verður boðið upp á hressingu og mun tvíeykið "La Belle et la Bête" stíga á stokk og flytja franska tónlist.

Lagt verður af stað frá Borgarbókasafninu við Tryggvagötu 15. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Upplýsingar um gönguna á persnesku, pólsku, ensku, víetnömsku, portúgölsku, spænsku og íslensku er að finna á Facebook<https://www.facebook.com/events/142091166213115/> og á heimasíðum safnanna.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16