Réttarstaða fatlaðra

Að útgáfunni stóðu Mannréttindaskrifstofa Íslands, Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar læknis og Menningarsjóður en útgefandi er Háskólaútgáfan.

Rettarstada-fatladraÍ ritinu er fjallað um réttarstöðu fatlaðra hér á landi og gerð grein fyrir þeim lögum og reglum sem fatlaðir geta byggt rétt sinn á. Í bókinni er ennfremur borin saman annars vegar formleg réttarstaða eins og hún er tryggð í lögum og alþjóðasamningum og hins vegar raunveruleg réttarstaða fatlaðra eins og hún er í framkvæmd. Upppbygging bókarinnar er í megindráttum þannig að fyrst er fjallað almennt um réttaröryggi fatlaðra og síðan er fjallað um einstök réttindi í hverjum kafla fyrir sig svo sem réttinn til menntunar, réttinn til persónufrelsis svo dæmi séu nefnd.

Verð:

Kr. 4500.- í kilju.

Kr. 6500.- með hörðu spjaldi.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16