Opinn fundur um stöđu mannréttinda á Íslandi í dag, 30. nóvember.

Opinn fundur um stöđu mannréttinda á Íslandi

Dómsmálaráđuneytiđ hefur nú stofnađ stýrihóp Stjórnarráđsins um mannréttindi. Mannréttindi varđa alla stjórnsýsluna, sveitarfélög og borgarasamfélagiđ og er ţví öflug samvinna í málaflokknum nauđsynleg. Markmiđiđ međ stýrihópi stjórnarráđsins um mannréttindi er ađ mynda fastan samráđsvettvang til ađ tryggja stöđugt verklag og fasta ađkomu stjórnarráđsins alls ađ málaflokknum. Verkefni stýrihópsins felast m.a. í eftirfylgni međ tilmćlum vegna UPR-úttektarinnar og úttekta annarra alţjóđlegra eftirlitsađila, samskiptum viđ ríkislögmann vegna dómsmála fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, samhćfingu utanríkis- og innanríkisstefnu á sviđi mannréttinda og umsjón og eftirfylgni međ innleiđingu/fullgildingu alţjóđlegra mannréttindasamninga.  

Stýrihópur stjórnarráđsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur ţann 30. nóvember nćstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verđa niđurstöđur UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umrćđu um störf stýrihópsins, stöđu mannréttinda á Íslandi og nćstu skref.

Dagskrá fundarins er sem hér segir: 
14:00  Fulltrúi dómsmálaráđuneytisins opnar fundinn.
14:10  Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráđuneytinu kynnir niđurstöđur UPR ferilsins og nýstofnađan stýrihóp stjórnarráđsins um mannréttindi.
14:30  Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands kynnir skuggaskýrslu. 
14:50  Ţuríđur Harpa Sigurđardóttir frá ÖBÍ. 
15:00  Inga Huld Ármann fulltrúi ungmenna frá ungmennaráđi Umbođsmanns barna. 
15:10  Pallborđsumrćđur (Ţuríđur Harpa Sigurđardóttir fulltrúi ÖBÍ, Margrét Steinarsdóttir fulltrúi Mannsréttindaskrifstofu Íslands, Rúnar Helgi Haraldsson fulltrúi Fjölmenningarsetursins, Árni Múli Jónasson fulltrúi Ţroskahjálpar, Inga Huld Ármann  fulltrúi ungmenna, Kittý Anderson fulltrúi frá samtökunum 78 og Ragna Bjarnadóttir fulltrúi UPR-hópsins)

Fundarstjórar eru Rún Knútsdóttir og Héđinn Unnsteinsson

Frekari upplýsingar má finna hér

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16