Nýja löggjöf í kynferđisbrotamálum, strax!

Nýja löggjöf í kynferđisbrotamálum, strax!
Dagný Ósk Aradóttir Pind, stjórnarkona KRFÍ

Nýja löggjöf í kynferđisbrotamálum, strax!

2015. Byltingaráriđ. Ţúsundir kvenna hafa á ţessu ári deilt reynslu sinni af ofbeldi. Konur hafa risiđ upp og vakiđ athygli á ţví misrétti og ofbeldi sem ţćr verđa fyrir, krafist yfirráđa yfir eigin líkama.

Konur verđa fyrir ofbeldi á hverjum einasta degi í samfélagi okkar. Og sjaldnast er refsađ fyrir ţetta ofbeldi. Hvernig má ţađ vera? Helmingur ţjóđarinnar verđur reglulega fyrir ofbeldi og viđ gerum ekki neitt. Eđa allavega ekki nóg.

Umrćđan er ađ ţróast, en viđ ţurfum ađ taka fleiri skref. Viđ ţurfum ađ gera raunverulegar breytingar.

Fjöldi kynferđisbrotamála fer aldrei fyrir dóm. Undanfariđ hafa einnig falliđ sýknudómar sem margir eru hugsi yfir. Viđkvćđiđ er yfirleitt ađ ţetta sé erfiđur málaflokkur, sönnunarstađan erfiđ, orđ gegn orđi o.s.frv. Ţetta eru ekki nógu góđ svör. Viđ getum ekki leyft ţessu ađ vera svona lengur.

Má vera ađ ţađ sé í grundvallaratriđum eitthvađ rangt viđ ţađ hvernig bćđi menningin okkar og lagaákvćđin eru? Refsiákvćđi hegningarlaga Íslendinga gera ţá kröfu ađ ofbeldi, hótun um ofbeldi eđa annars konar ólögmćtri nauđung sé beitt viđ samrćđi eđa kynferđismök: ţá er ţađ nauđgun. Nauđgun er ţví ekki skilgreind sem ofbeldi sem slík, ţađ verđur ađ vera auka ofbeldi. Svona eru refsiákvćđi fyrir nauđgun almennt í landslögum annarra ríkja heimsins, eđa ţá ađ krafist sé skorts á samţykki.

Alţjóđalög og samningar hafa ţróast lengra en lög flestra ríkja og ekki er gerđ ţessi ofbeldiskrafa eđa samţykkiskrafa. Í stuttu máli er nauđgun í alţjóđalögum skilgreind sem kynferđisleg innrás í ţvingandi ađstćđum. Ţvingunin getur veriđ sálfrćđileg, efnahagsleg eđa misnotkun á trausti. Gengiđ er út frá ţví ađ kynlíf sé almennt gagnkvćmt, og ađ skortur á gagnkvćmni leiđi til ţess ađ um nauđgun sé ađ rćđa.

Lög eru meira en bara einhver tćknileg ákvćđi sem lögmenn og dómarar beita. Lögin móta viđhorf okkar, hegđun okkar og menningu okkar. Ţađ er kominn tími til ađ breyta lögunum, ađ semja nýja kynferđisbrotalöggjöf sem verndar okkur öll.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16