Ný lög um málefni innflytjenda samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um málefni innflytjenda og hafa lögin nú þegar öðlast gildi. Er með lögunum mælt fyrir um hvernig stjórnsýslu í málefnum innflytjenda skuli háttað og hlutverk og starfsemi Fjölmenningarseturs, innflytjendaráðs og þróunarsjóðs bundið í lög.

Markmið laganna er að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Er mælt um að ráðherra skuli leggja fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára. Tillagan muni kveða á um verkefni sem munu stuðla að því markmiði sem lögin hafa, ásamt framkvæmd, ábyrgð og áætluðum kostnaði þessara verkefna.

Fjórða hvert ár skal ráðherra svo leggja fram á Alþingi skýrslu um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda. Þar skal koma fram mat á stöðu og árangri verkefna auk umfjöllunar um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda á helstu sviðum samfélagsins í samræmi við markmið laganna.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16