Ný aðgerðaáætlun til að eyða kynbundnum launamun á vinnumarkaði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skipaði framkvæmdanefnd í desember 2011 sem ætlað var að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti kynja og vinna að gerð tímasettrar aðgerðaráætlunar. Velferðarráðherra kynnti aðgerðaráætlunina, sem samþykkt var 28. september síðastliðinn, á málþingi jafnréttisstofu í Hörpu í gær. Í kjölfarið skrifuðu aðilar stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðsins undir viljayfirlýsingu um stofnun aðgerðarhóps sem mun vinna að framkvæmd aðgerðaráætluninnar. Markmið aðgerðahópsins er að eyða kynbundnum launamun á innlendum vinnumarkaði. Aðgerðarhópurinn mun vinna í tilraunaskyni tvö ár með möguleika á framlengingu sé ákveðið að halda beri starfseminni áfram. Hver aðili viljayfirlýsingarinnar mun tilnefna einn fulltrúa í hópinn.

Aðilar sem skrifuðu undir viljayfirlýsinguna eru Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra, Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands, Stefán Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Bandalags Háskólamanna, Elín Björg Jónsdóttir formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Björg Bjarnadóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Aðgerðaráætlunina má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16