Mannréttindaskrifstofa gefur út handbók um réttarstöðu flóttamanna

Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði kross Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út Handbók um réttarstöðu flóttamanna: málsmeðferð og skilyrði samkvæmt flóttamannasamningnum frá 1951 og bókun frá 1967 um réttarstöðu flóttamanna. Í handbók þessari er hugtakið „flóttamaður“ skilgreint auk þess sem réttarstaða flóttamanna er skýrð. Handbókin er grundvallarrit um hvernig túlka skuli flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna og er ætlað að leiðbeina stjórnvöldum og fagaðilum um málsmeðferð og skilyrði fyrir ákvörðunum um réttarstöðu flóttamanna. Vonast er til að hún veki áhuga og gagnist öllum þeim sem láta sig vanda flóttamanna varða, s.s embættismönnum, fræðimönnum, lögfræðingum og öðrum sem koma að málefnum flóttamanna og hælisleitenda.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16