MÁLŢING UM MANNRÉTTINDI INTERSEX FÓLKS

MÁLŢING UM MANNRÉTTINDI INTERSEX FÓLKS
MÁLŢING UM MANNRÉTTINDI INTERSEX FÓLKS

Hinsegin málefni voru í fyrsta sinn til umfjöllunar í stjórnarsáttmála Íslands áriđ 2017 međ sérstakri áherslu á réttindi intersex fólks.

Málţingiđ Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíđar leitast viđ ađ varpa ljósi á stöđuna á Íslandi í dag, ţćr framfarir sem nú eiga sér stađ í málefnum intersex fólks víđs vegar um heim og hvađa ađgerđa sé ţörf hér á landi til ađ fulltryggja mannréttindi intersex fólks.

Málţingiđ fer fram laugardaginn 17. febrúar í háskólabyggingunni Öskju í stofu 132 og stendur yfir frá 12:00-16:00.

Sérstakir gestir á málţinginu verđa:

•   Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráđsins um réttindi hinsegin fólks (e. General rapporteur on the rights of LGBTI people) og höfundur skýrslu ráđsins um mannréttindi intersex fólks.

•   Ruth Baldacchino, formađur ILGA-World, alţjóđasamtaka hinsegin fólks og stjórnandi intersex mannréttindasjóđs Astraea – Réttlćtissjóđs lesbía. Hán lék lykilhlutverk í setningu fremstu löggjafar í heimi um réttindi trans og intersex fólks sem var lögfest á Möltu áriđ 2015.

•   Laura Carter, rannsakandi og sérfrćđingur í hinsegin málefnum hjá Amnesty International. Hún vann skýrslu Amnesty „First, DNHarm“ um stöđu intersex fólks í heilbrigđiskerfum Danmerkur og Ţýskalands.

Margrét Steinarsdóttir, framkvćmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Ísland er fundastjóri.

Undanfarna hálfa öld hefur fólk međ ódćmigerđ líffrćđileg kyneinkenni veriđ látiđ sćta róttćkum og oft óafturkrćfum inngripum s.s. skurđađgerđum og hormónameđferđum til ađ laga kyneinkenni ţeirra ađ vćntingum um dćmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvćmd á ungabörnum sem geta ekki tekiđ ţátt í ákvörđuninni ţrátt fyrir ađ biđ myndi ekki stefna líkamlegri heilsu ţeirra í hćttu. Leyndarhyggja var viđtekin venja innan lćknastéttarinnar og intersex fólki var ráđlagt ađ rćđa ekki breytileika sinn. Á árum áđur var fólki jafnvel ekki sagt frá eigin breytileika.

Málţingiđ er ćtlađ öllum ţeim er láta sig málefni intersex fólks varđa og ţá sérstaklega málefni intersex barna. Eru ţví alţingisfólk, heilbrigđisstarfsfólk, starfsfólk skóla og leikskóla og öll ţau er vinna međ einhverju móti ađ hag og réttindum barna bođin sérstaklega velkomin.

Ađ málţinginu standa:

Intersex Ísland – félag intersex fólks á Íslandi

Samtökin 78 – félag hinsegin fólks á Íslandi

Íslandsdeild Amnesty International

Mannréttindaskrifstofa Íslands


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16