MÁLÞING, 6. mars: Hvernig má staðfesta að pyndingum sé ekki beitt?

Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International standa fyrir málþingi um mikilvægi fullgildingar valfrjálsrar bókunar við samning SÞ gegn pyndingum.

Málþingið fer fram í Öskju, stofu 132, Háskóla Íslands, föstudaginn 6. mars næstkomandi frá kl.12. til 14.

 Dagskrá:

12.00               Fundarstjóri býður gesti velkomna

12.05-12.25         The police and torture in Europe - do we really need a National Preventive Mechanism?
Dr. Anja Bienert, yfirmaður Mannréttinda- og löggæslusviðs Hollandsdeildar Amnesty International

12.25-12.45        Viðgangast pyndingar á Íslandi? Af hverju skiptir fullgilding bókunarinnar máli?
Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og eigandi að lögmannsstofunni Rétti

12.45-13.00             Kaffihlé

 12.00-13.20          Refsivist eða betrun – hugleiðingar um aðbúnað í íslenskum fangelsum 
Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur og staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar

13.20-13.40            Innleiðing alþjóðasáttmála á sviði mannréttinda frá sjónarhóli stjórnsýslunnar
Haukur Guðmundsson, hdl. Lagastoð

13.40 -14.00   Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri, Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Málþingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir.

Árið 1985 var undirritaður af hálfu Íslands samningur Sameinuðu þjóðanna gegn pynd­ing­um og ann­arri grimmi­legri, ómann­legri eða van­v­irðandi meðferð eða refs­ingu. Samkvæmt samningnum skulu aðildarríki samningsins gera virkar ráðstafanir til að koma í veg fyrir pyndingar í lögsögu sinni og skulu ekki framselja mann til annars ríkis ef veruleg ástæða er til að ætla að hann eigi þar á hættu að sæta pyndingum. Íslensk stjórnvöld fullgiltu samninginn árið 1996.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2002 valfrjálsa bókun við framangreindan samn­ing­ (OPCAT). Bókuninni er ætlað að styrkja aðgerðir til að koma í veg fyrir og útrýma pyndingum með því að koma upp reglubundnu eftirliti í aðildarríkjunum, annars vegar með því að koma á fót alþjóðlegri eftirlitsnefnd, sbr. I. og II. kafla bókunarinnar og hins vegar með því að aðildarríkin komi sér upp sínu eigin sjálfstæða eftirliti með því að ákvæðum samningsins sé fylgt. 

Flest ríki Evrópu utan Íslands hafa fullgilt bókunina, þar af öll Norðurlöndin, nú síðast Finnland í október síðastliðnum.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16