Kynferđisofbeldi er kynbundiđ ofbeldi

Kynferđisofbeldi er kynbundiđ ofbeldi
Anna Bentína Hermansen, Kynjafrćđingur og ráđgjafi

Kynferđisofbeldi er kynbundiđ ofbeldi.

Í yfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna er kynbundiđ ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferđis sem leiđir til, eđa gćti leitt til, líkamlegs, kynferđislegs eđa sálrćns skađa eđa ţjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, ţvingun eđa handahófskennda sviptingu frelsis, bćđi í einkalífi og á opinberum vettvangi.

Ţann 25 nóvember s.l. hófst 16 daga alţjóđlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi ţar sem sjónum er beint sérstaklega ađ ofbeldi gegn konum. Ţađ er döpur stađreynd ađ konur verđi fyrir ofbeldi í krafti kyn síns og alvarlegasta birtingamynd ţess er kynferđislegt ofbeldi.
Ţađ eru oftast karlar sem nauđga konum, börnum og öđrum körlum. Erlend tölfrćđi sýnir ađ kynferđislegt ofbeldi er algengt og ađ konur eru mun oftar ţolendur ţess en karlmenn. Ţannig sýna bandarískar rannsóknir ađ um 18% kvenna verđa fyrir nauđgun eđa tilraun til nauđgunar á lífsleiđinni á móti 3% karla. Einnig er talađ um ađ 6 hver drengur verđi fyrir kynferđisofbeldi og 3 hver stúlka.
Rannsóknir sýna líka ađ oftast verđur brotaţoli fyrir kynferđisofbeldinu á heimili sínu af einhverjum sem hann ţekkir. Af ţeim sem leituđu til Stígamóta 2015 voru ađeins 17,1 % ofbeldismannanna ókunnugir. 

Styttum svartnćttiđ

Stigamót hafa safnađ tölfrćđilegum upplýsingum í 26 ár til ađ lýsa ţeim hliđum íslensk samfélags sem birtist í starfsemi ţeirra. Á ţeim 26 árum sem liđin eru frá stofnun Stígamóta hafa um 7.600 einstaklingar leitađ til samtakanna vegna kynferđisofbeldis, mikill meirihluti ţess eru konur. Gerendur ofbeldis eru yfir 10 ţúsund, mestmegnis karlar.  Viđ teljum ađ hér birtist ađeins toppurinn á ísjakanum. Margir brotaţolar leita sér aldrei ađstođar.

Mikilvćgt er ađ horfast í augu viđ ađ ţrátt fyrir ađ karlar verđi líka fyrir ofbeldi og ađ gerendur geta líka veriđ konur, ţá er kynferđisofbeldi kynbundiđ. Kynblinda í umrćđunni er varasöm og gerir lítiđ úr ţessum veruleika. Viđ vitum ađ skuggatölur um tíđni ofbeldis eru miklar en ţađ á viđ um bćđi kynin ţegar kynferđisofbeldi er annars vegar.  Markmiđ okkar ćtti ađ stytta svartnćtti brotaţola kynferđisofbeldis af hvađa kyni sem er og leita allra leiđa til ţess, án ţess ađ missa sjónar af kynjabreytunni sem einkennir ţessi mál.

Stigamót stóđu fyrir herferđ gegn kynferđisofbeldi dagana 8-18 nóvember. Herferđin bar yfirskriftina styttum svartnćttiđ sem vísar til ţess ađ stytta ţann tíma sem líđur frá ofbeldinu ţar til brotaţoli leitar sér hjálpar. Í herferđinni steig fjöldi Stígamótafólks fram og sagđi frá reynslu sinni af kynferđisofbeldi. Stígamótafólkiđ í herferđinni sýndi tölur frá 2-42 en hver tala stóđ fyrir ţeim árafjölda sem leiđ frá ţví ađ ofbeldiđ átti sér stađ ţar til ţau fengu hjálp.
Meginástćđa ţess ađ fólk á erfitt međ ađ leita eftir hjálp er skömm. Ţau óttuđust viđbrögđ samfélagsins eđa hvort ţeim yrđi trúađ.
Flestir eru sammála um ađ kynferđislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siđmenntađ samfélag á ađ líđa, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Flestir brotaţolar lýsa hinsvegar mikilli togstreitu frá umhverfinu ţegar ţeir stíga fram međ reynslu sína. Oft er ţeim mćtt međ ţögn eđa jafnvel vantrú.

Sextán daga alţjóđlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi er liđur í ađ hvetja til opinnar og hispurslausrar umrćđu jafnframt ţví ađ vera leiđ til vitundarvakningar međal almennings og frekari ađgerđa í kjölfariđ. Herferđin Styttum svartnćttiđ sem Stígamót stóđ fyrir var af sama toga.

Kynferđisofbeldi er samfélagsvandamál sem varđa alla. Ţađ er ekki einkamál ţeirra sem verđa fyrir ţví. Ţađ er okkar ábyrgđ sem samfélags og skapa vettvang fyrir ábyrga og opna umrćđu og stytta svartnćtti ţeirra fjölmörgu brotaţola sem hafa enn ekki leitađ sér hjálpar.
Draumamarkmiđ Stígamóta er ađ geta lokađ starfseminni, ađ okkar verđi ekki ţörf og ađ kynferđisofbeldi og kynbundiđ ofbeldi verđi ekki lengur til.  Ţangađ til ţurfum viđ öll sem eitt ađ gera allt til ađ upprćta ţađ samfélagsmein sem kynbundiđ ofbeldi er.

 

 

 Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16