Hvað er réttlæti fyrir þolendum kynferðisofbeldis og hvaða leiðir eru færar?

Hvað er réttlæti fyrir þolendum kynferðisofbeldis og hvaða leiðir eru færar?
Hildur Fjóla Antonsdóttir

Hvað er réttlæti fyrir þolendum kynferðisofbeldis
og hvaða leiðir eru færar?

Hildur Fjóla Antonsdóttir flytur hádegisfyrirlestur á Stígamótum Laugavegi 170, 2. hæð,
fimmtudaginn 12. janúar kl. 12 - 14

Hildur Fjóla sem er doktorsnemi í réttarfélagsfræði mun halda fyrirlestur um forniðurstöður doktorsrannsóknar sinnar um réttlæti og kynferðisofbeldi. Markmið rannsóknarinnar er í fyrsta lagi að að öðlast betri skilning á því hvernig fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi lýsir, skynjar og upplifir (ó)réttlæti; og í öðru lagi að kanna hvort, og þá hvernig, sú þekking getur nýst til að þróa leiðir sem geta mætt réttlætisþörfum og -hagsmunum fólks sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, bæði innan og utan refsiréttarkerfisins. Rannsóknin byggir á viðtölum við fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, þ.e. við 35 þátttakendur á Íslandi og 9 í Noregi.

(Fyrirlesturinn er kl. 12-13 og umræður kl. 13-14, fyrir þau sem hafa tækifæri til þess að taka langt hádegishlé)
Verið öll hjartanlega velkomin


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16