Evrópuvika gegn kynţáttamisrétti: vel heppnuđ vitundarvakning


Á dögunum birtu félagasamtökin UNITED á heimasíđu sinni yfirlit yfir verkefni sem ţeim ţótti sérlega vel heppnuđ í tengslum viđ Evrópuviku gegn kynţáttamisrétti í mars sl. Mannréttindaskrifstofa Íslands tilkynnir međ mikilli ánćgju ađ samstarfsverkefni okkar er ţeirra á međal. Ţau félög/stofnanir sem komu ađ skipulagningu og framkvćmd Evrópuvikunnar í ár ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands eru: Evrópustofa - Upplýsingamiđstöđ ESB, Rauđi krossinn, Landsamband Ćskulýđsfélaga, AFS á Íslandi, URKÍ, Skátarnir og Reykjavíkurborg, og kunnum viđ ţeim ţakkir fyrir samstarfiđ.

Ţema ársins í ár var Hönd í hönd og tóku yfir 20 grunnskólar ţátt. Framkvćmdin var ţannig ađ nemendur og starfsfólk tókust hönd í hönd í hringum skólabyggingar sínar til ađ sýna samstöđu međ margbreytileika. Einnig skrifuđu ýmsir hópar ungs fólks 1000 póstkort sem send voru til handahófsvalinna viđtakenda međ skilabođum og hvatningu til samstöđu gegn kynţáttafordómum.

Á heimasíđu UNITED er vitnađ í Fríđu Rós Valdimarsdóttur, verkefnastýru Evrópuvikunnar í ár, en hún bendir m.a. á ađ verkefni af ţessu tagi krefjast tiltölulega lítils fjármagns og eru frekar auđveld í framkvćmd. Verkefniđ fékk ţó nokkra umfjöllun í blöđum og sjónvarpi, sem og á netinu, og í grein UNITED eru hlekkir á umrćđuna á Íslandi. Viđ vonumst til ađ endurtaka leikinn ađ ári, ţá međ ţátttöku enn fleiri skóla og leikskóla.

Hér má lesa grein UNITED.

Um Evrópuvikuna

Evrópuvika gegn kynţáttamisrétti hverfist um alţjóđadag gegn kynţáttamisrétti, 21. mars, og miđar ađ ţví ađ upprćta ţröngsýni, fordóma og ţjóđernishyggju í Evrópu. Í tengslum viđ 21. mars er haldin Evrópuvika gegn kynţáttamisrétti en ţá koma ţúsundir manna saman til ađ kveđa niđur kynţáttafordóma og misrétti í álfunni. Markmiđiđ er ađ byggja Evrópusamfélag víđsýni og samkenndar ţar sem allir eru jafnir, óháđ útliti og uppruna.

Mannréttindaskrifstofa Íslands heldur utan um Evrópuviku gegn kynţáttamisrétti hér á landi, en samtökin UNITED for Intercultural Action, sem eiga bćkistöđvar í Hollandi, ákveđa ţema hvers árs, og útvega (ef áhugi er fyrir hendi) ţátttakandi löndum hugmyndir um útfćrslu, plagöt, kort osfrv.

Hér má sjá frekari upplýsingar um Evrópuvikuna, á Facebook og á heimasíđu Mannréttindskrifstofunnar.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16